Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

21. fundur 03. nóvember 2009 kl. 17:15 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Íþróttamannvirki - breyting vinnufyrirkomulags

906175

Erindi VLFA dags. 2.10.2009 og yfirlýsing starfsmanna dags. 14.10.2009 þar sem mótmælt er áformum um að heimila íþróttaiðkun í íþróttamannvirkjum án þess að starfsmenn séu að störfum.

Á fundinn mætti til viðræðna Hörður Jóhannesson, rekstrarstjóri íþróttamannvirkja. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum við starfsmenn íþróttamannvirkjanna svo og við fulltrúa VLFA og StRv. Framkvæmdaráð getur ekki orðið við kröfu starfsmanna og Verklýðsfélags Akraness.

2.Framkvæmdastofa - Rekstrarstaða 2009

908018

Rekstrarstaða 1/1 - 30/9 2009 ásamt greinargerð framkvæmdarstjóra dags. 2. nóvember 2009.Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála og þeim tillögum sem fram koma í greinargerð hans um fjárhagsstöðuna. Framkvæmdaráð samþykkir tillögur framkvæmdastjóra eins og fram koma í greinagerð hans og felur honum að koma þeim á framfæri við bæjarstjórn.

3.Viðhaldssamningur - framsal

911001

Bréf Glit málunar ehf dags. 2.11.2009, þar sem þess er óskað að Glit málun ehf yfirtaki samning Híbýlamálunar Garðars Jónssonar ehf við Akraneskaupstað en fyrirtækið hefur yfirtekið rekstur Híbýlamálunar.


Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu.

4.Íþróttahús - þrif og öryggisatriði

911002

Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 27.10.2009, vegna eftirlits með þrifum og öryggisatriðum íþróttamannvirkja. Gerðar eru nokkrar athugasemdir við aðbúnað og eftirlit og óskar HEV upplýsinga um hvernig bæjaryfirvöld hyggjast bregðast við framkomnum athugasemdum og framkvæmd þeirra.

Rekstrarstjóra íþróttamannvirkja falið að taka málið til skoðunar og leggja tillögur að úrlausnum fyrir Framkvæmdaráð innan tiltekinna tímamarka sem fram koma í erindi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00