Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

9. fundur 07. maí 2009 kl. 17:15 í fundarherbergi, Dalbraut 8
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Garðasel - þakviðgerð

901161

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir framvindu málsins, en fyrir liggur að Bakki ehf mun annast meginframkvæmd viðgerðar þaksins, en Framkvæmdastofa innkaup efnis og þ.h.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu

2.Öryggis-og brunamál í stofnunum Akraneskaupstaðar

904087

Framkvæmdastjóri kynnti tilboð Öryggismiðstöðvarinnar um uppsetningu myndavélakerfis við Brekkubæjarskóla og þjónustusamning um öryggismál stofnana.

Málið rætt.

3.Götusópun

904124

Verkefnastjóri og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir undirbúningi og verðum vegna götusópunar 2009.


Framkvæmdastjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Þórður Þ. Þórðarson var andvígur afgreiðslu málsins.

4.Akraneshöllin

902013

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir samantekt á kostnaði við ný salerni í höllinni.

Lagt fram.

5.Þjónustusamningar á vegum Framkvæmdastofu

901147

Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöðu á viðræðum sínum við verktaka sem annast ræstingar í Garðaseli og Akraseli um endurskoðun á gildandi verksamningum.

Framkvæmdastjóra falið að ganga frá nýjum samningi við ISS.

6.Fjallskil - skýrsla.

904085

Lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00