Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

16. fundur 11. ágúst 2009 kl. 17:45 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Framkvæmdastofa - breyting á vinnufyrirkomulagi.

907013

Bréf bæjarráðs dags. 6. júlí varðandi breytt vinnufyrirkomulag Framkvæmdastofu.

Málið rætt, afgreiðslu frestað.

2.Framkvæmdastofa - Rekstrarstaða 1/1 - 30/6 2009

908018

Greinargerð framkvæmdastjóra dags. 10. ágúst 2009 varðandi rekstrarstöðu Framkvæmdastofu ásamt rekstraryfirliti.


Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Framkvæmdaráð samþykkir að senda greinargerðina til bæjarráðs og aðalskrifstofu til umfjöllunar og afgreiðslu. Framkvæmdaráð ítrekar einnig að bæjarráð taki til umfjöllunar og afgreiðslu samþykktir ráðsins sem bæjaráði hefur verið sent til umfjöllunar og óafgreiddar eru.

3.Garðasel - þakviðgerð

901161

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

4.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum og Íþróttahúsið við Vesturgötu - búnaður.

908019

Minnisblað rekstrarstjóra íþróttamannvirkja dags. 10. ágúst varðandi kaup á keppnisklukku í íþróttahúsið við Vesturgötu ásamt kostnað vegna yfirvinnu vegna leikjafyrirkomulags heimaleikja körfuknattleiksfélagsins.

Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að viðbótarfjárveiting verði veitt að fjárhæð kr. 1.500.000.- til að standa undir kaupum á klukku í íþróttahúsið við Vesturgötu og kostnaði við heimaleiki körfuboltafélagsins.

5.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - leigusamningur við Íþróttabandalag Akraness

908025

Framlenging á eldri samningi um leigu á aðstöðu í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum vegna reksturs heilsuræktarstöðvar.

Málið rætt, afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00