Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

75. fundur 31. mars 2012 kl. 08:00 - 09:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Benediktsson formaður
 • Sveinn Kristinsson aðalmaður
 • Guðmundur Páll Jónsson bæjarfulltrúi
 • Karen Jónsdóttir Varaáheyrnarfulltrúi
 • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Verktakar - aðkeypt þjónusta

1203071

Fjallað var um verklag við verktakaval.
Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri og Jóhann Þórðarson, endurskoðandi mættu á fundinn til viðræðna um málið. Farið var yfir viðhaft verklag og framkvæmd undanfarinna ára, en fram hafa komið ýmsir vankantar á þessum þáttum undanfarin ár.

Framkvæmdastjóra og bæjarstjóra var falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum um framkvæmd þessara mála og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Karen Jónsdóttir bókar eftirfarandi:

"Möguleg skipting á smærri verkefnum á milli verktakafyrirtækja er grunnur að hugmynd/framkvæmd þessari.

Verktakavinna: Akraneskaupstaður setur sér fasta viðmiðunargjaldskrá fyrir aðkeypta vinnu/þjónustu. Hver stofnun velur sér þann verktaka sem hentar og treystir til að vinna þau viðvik sem þarf.

Snjómokstur: Akraneskaupstaður setur sér fasta viðmiðunargjaldskrá fyrir aðkeypta þjónustu. Bæjarfélaginu er skipt upp í 2 til 4 svæði og verður hver eining boðin sérstaklega út. Útboðið felur í sér fjölda tíma sem það tekur að moka hvert svæði með tilliti til mismunandi snjóalaga."

Fundi slitið - kl. 09:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00