Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

57. fundur 03. maí 2011 kl. 17:00 - 18:35 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Benediktsson formaður
 • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
 • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
 • Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ægisbraut, malbikun.

1002017

Kostnaðaruppgjör v. malbikunar á Ægisbraut.

Verkefnisstjóri gerði grein fyrir kostnaðaruppgjöri vegna framkvæmda við Ægisbraut. Verkið var á áætlun.

2.Skýrsla framkvæmdastofu 2010

1104072

Ársskýrsla Framkvæmdastofu fyrir árið 2010.

Lögð var fram og kynnt endanleg útgáfa af ársskýrslu Framkvæmdastofu fyrir árið 2010.

3.Tjón á bíl - Wolkswagen Caddy ZY-804

1105020

Í óveðrinu sem gekk yfir Akranes þ. 10. apríl s.l. varð starfsmaður Framkvæmdastofu fyrir tjóni á bíl sínum meðan hann var að störfum fyrir kaupstaðinn.

Framkvæmdaráð samþykkir að bæta tjónið á bifreið starfsmannsins að fjárhæð kr. 111.000.

4.Hundaeftirlit

1009048

Umfjöllun um verklag vegna dýraeftirlits og kvartanir vegna hundahalds.

Á fundinn mættu Björn Tryggvason, Magnús Sigurðsson hundaeftirlitsmaður og Helgi Pétur Ottesen lögregluþjónn. Farið var yfir þau vandamál sem skapast hafa varðandi hundahald í bænum. Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að móta tillögur að aðgerðaáætlun sem gæti stuðlað að bættri umgegni og upplýsingagjöf.

Fundi slitið - kl. 18:35.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00