Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

80. fundur 31. júlí 2012 kl. 17:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Benediktsson formaður
 • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
 • Sveinn Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
 • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Einigrund 5 - tilboð

1207083

Borist hefur eitt tilboð í eignina að fjárhæð kr. 13,0 millj.

Framkvæmdaráð samþykkir tilboðið fyrir sitt leiti og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

2.Gamli vitinn - endurbætur

1110145

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir niðurstöðu lokaðs útboðs sem fram hefur farið en tilboð voru opnuð föstudaginn 27. júlí s.l.

Eftirtöldum aðilum var boðið að leggja inn tilboð:

Sjammi ehf

Trésmiðjan Akur ehf

Trésmiðjan Bakki ehf

Valur H. Gíslason og Haraldur Friðriksson

Rúdolf B. Jósefsson slf

Aðeins barst eitt tilboð frá Trésmiðjunni Akri hf að fjárhæð kr. 9.338.192,- en kostnaðaráætlun Verkfræðistofunnar Mannvits var kr. 8.182.400,-.

Framkvæmdastjóra falið að ganga til samninga við Akur ehf en gert er ráð fyrir að fjármögnun verkefnisins komi frá Bræðrapartssjóði.

Gera má ráð fyrir að heildarkostnaður við verkefnið geti orðið í kringum 12,0 millj.

3.Þjóðbraut 1 - breyting á innkeyrslu

1207097

Eigendur hússins að Þjóðbraut 1 hafa náð samkomulagi innbyrðis um frágang innkeyrslu á lóðina frá Stillholti og fengið tilboð í framkvæmdina frá Þrótti ehf, Vélaleigu Halldórs Sigurðssonar og Skóflunni hf.

Samkvæmt upplýsingum frá húsfélaginu var lægsta tilboðið frá Vélaleigu Halldórs Sigurðssonar að fjárhæð kr. 1.072.000,- .

Hluti verksins tekur til breytinga á innkeyslustút og gangstéttum sem Akraneskaupstað ber að greiða en hluti kaupstaðarins er áætlaður kr. 540.000,-.

Gert hafði verið ráð fyrir fjármunum til þessa verkefnis í fjárhagsáætlun síðasta árs en verkefnið var ekki á verkefnalista ársins 2012.

Framkvæmdaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og fjármunir verði teknir af fjárveitingu sem ætluð var til viðgerða á Smiðjuvöllum en ákveðið hefur verið að einfalda þá framkvæmd.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00