Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

71. fundur 25. janúar 2012 kl. 17:00 - 18:10 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Benediktsson formaður
 • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
 • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrár íþróttamannvirkja 2012

1201089

Umfjöllun um breytingar á gjaldskrá.

Hörður Jóhannesson mætti á fund ráðsins.

Kynnt var tillaga um breytingu á gjaldskránni þar sem m.a. er gengið út frá gjaldfrjálsum aðgangi grunnskólabarna í sund og hækkun á 30 miða kortum.

Framkvæmdaráð samþykkir að vísa gjaldskrárbreytingunni til bæjarstjórnar.

2.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2012 - úrvinnsla

1112156

Samþykkt bæjarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 um að vísa tillögum frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins til umfjöllunar hjá Framkvæmdaráði.

Farið var yfir þær ábendingar sem fram komu á fundinum sem fjölluðu um æfingahúsnæði fyrir hljómsveitir, bætta aðstöðu í Akraneshöll, bætt aðgengi við Langasand, aðgerðir til að efla miðbæ Akraness, skreytingar á hátíðisdögum og fjölgun sorpíláta á almannafæri.

Framkvæmdaráð óskar eftir að framkvæmdastjóri taki saman geinargerð um áðurnefnd atriði og leggi fyrir ráðið til umfjöllunar.

3.Vinnuskóli Akraness 2012 - framlag

1112147

Samþykkt bæjarstjórnar frá 17. jan. s.l. um skipan fulltrúa í vinnuhóp sem taka skal rekstur vinnuskólans til umfjöllunar, tilgang hans og fyrirkomulag. Niðurstöður skulu lagðar fyrir bæjarstjórn eigi síðar en 1. apríl n.k.

Framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir því við Írisi Reynisdóttur, garðyrkjustjóra að hún taki sæti í vinnuhópnum.

4.Fjárhagsáætlun 2012 - Framkvæmdastofa

1110097

Umfjöllun um aðgerðir til hagræðingar í rekstri Framkvæmdastofu sbr. samþykkt bæjarstjórnar frá 13. des. 2011.

Farið var yfir þá möguleika sem eru í stöðunni. Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00