Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

118. fundur 03. apríl 2014 kl. 16:00 - 18:10 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Grundaskóli - eldhús og matsalur

1401181

Farið yfir greinargerð starfshóps sem skipaður var um málið.

Fundur haldinn með bæjarráði, Helga Gunnarsdóttir og Sigurður Páll kynntu niðurstöður starfshópsins.

2.Framkvæmdaáætlun 2014.

1312025

Farið yfir verkefni sem tengjast áætluninni.

Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2014 samþykkt.

3.Fjárfestingaráætlun 2014.

1312024

Farið yfir verk sem tengjast áætluninni.

Fjárfestingaráætlun fyrir árið 2014 samþykkt.

4.Vinnuskóli Akraness.

1403126

Lögð fram skýrsla Vinnuskólans fyrir árið 2013.

Einar Skúlason kynnti skýrslu Vinnuskólans fyrir síðasta ár. Ennfremur kynnti hann fyrir ráðinu laun Vinnuskólans fyrir árið 2014, ásamt fyrirhuguðum ráðningum sumarsins.

5.Sláttur, útboð 2014 - 2016

1401146

Niðurstaða útboðs.

Eftirtalin tilboð bárust:

1. Grastec ehf. kr. 31.834.661

2. Þróttur ehf. kr. 30.134.364

3. Skagaverk ehf. kr. 44.759.322

4. Gísli Jónsson ehf. kr. 31.340.312

5. S.E. garðyrkja ehf. kr. 49.773.569

6. Garðlist ehf. kr. 29.574.701

Kostnaðaráætlun kr. 32.000.000

Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að ganga til viðræðna við lægstbjóðanda.

6.Sementsreitur - rekstur

1403189

Leiga á hluta efnisgeymslu.

Kynntar viðræður við hugsanlega leigutaka vegna leigu á húsnæðinu.

7.Suðurgata 64 - framtíð húss

1305178

Farið yfir stöðu máls.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að gert verði tilboð í fasteignina.

8.Vesturgata 51 - sölumeðferð

1404011

Samþykkt að setja húsið í sölumeðferð.

9.Suðurgata 22 - lóð til sölu

1403197

Bréf Ásmundar Ármannssonar dags. 26. mars s.l. varðandi sölu lóðarinnar.

Framkvæmdaráð telur ekki ástæðu til að gera tilboð í kaup á lóðinni.

10.Vallarsel, eldhús

1404019

Greinargerð skólastjóra Vallarsels dags. 1. apríl 2014 varðandi eldhús leikkólans.

Beiðni um endurbætur á eldhúsi samþykktar inn í fjárfestingaráætlun 2014.

11.Skógrækt - beiðni um svæði.

1403213

Tölvupóstur Guðjóns Viðars frá 24. mars 2014, um beiðni um svæði til skógræktar.

Framkvæmdaráð þakkar bréfritara áhugann og felur garðyrkjustjóra að koma með tillögur að svæði fyrir skógrækt almennings á Akranesi.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00