Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

122. fundur 30. júní 2014 kl. 17:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deilisk. - Dalbraut-Þjóðbraut, Dalbraut 6

1405059

Bréf bæjarráðs dags. 5. maí s.l.
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að skipaður verði starfshópur um verkefnið. Í starfshóp verði fulltrúara frá framkvæmdaráði, fjölskylduráði og FEBAN. Lagt er til að starfsmaður hópsins verði skipulags- og byggingarfulltrúi.

2.Malbiksyfirlagnir 2014

1402122

Niðurstöður útboðs.
Eftirtalin tilboð bárust:
Malbikunarstöðin Höfði hf. kr. 30.379.150
Hlaðbær Colas hf. kr. 31.187.950
Loftorka Reykjavík ehf. kr. 33.764.000

Kostnaðaráætlun kr. 30.530.500

Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að semja við lægstbjóðanda á grundvelli útboðsgagna.

3.Fjárfestingaáætlun 2014.

1312024

Farið yfir stöðu mála.

4.Framkvæmdaáætlun 2014.

1312025

Farið yfir stöðu mála.

5.Grundaskóli - eldhús og matsalur.

1401181

Tilboð í stækkun matsalar og eldhúss í Grundaskóla.
Eftirfarandi tilboð barst:
Skrauthús ehf. kr. 12.051.000

Kostnaðaráætlun kr. 13.634.800

Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að semja við lægstbjóðanda á grundvelli útboðsgagna.

6.Grundaskóli og Vallarsel, eldhús

1406191

Farið yfir tilboð í eldhústæki í Grundaskóla og Vallarsel.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Geiri ehf. kr. 16.253.806
Fastur ehf., tilboð 1 kr. 12.639.218
Fastus ehf., tilboð 2 kr. 9.487.776
Vífilberg hf. kr. 9.490.273

Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að semja við Fastus ehf. á grundvelli útboðsgagna.

7.Kartöflugarðar 2014

1405049

Farið yfir stöðu mála.
Framkvæmdaráð leggur til vegna aðstæðna að fallið verði frá gjaldtöku 2014.

8.Faxabraut 11A, leiga á efnisgeymslu.

1403128

Húsaleigusamningur við Kratus ehf. kynntur.
Framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00