Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

102. fundur 23. júlí 2013 kl. 16:00 - 17:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björnsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Freyr Ólafsson varamaður
  • Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdastofu
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Kirkjubraut / Kalmansbraut, breyting á gatnamótum

1302162

Farið yfir tilboð í verkið.

Fjögur tilboð bárust í verkið. Eftirtaldir aðilar skiluðu inn tilboðum.

Þróttur ehf: kr.65.746.408

Skóflan ehf: kr.66.920.000

Fagverk Verktakar ehf: kr.78.543.000

Jákvætt ehf: kr.80.059.000

Frekari afgreiðslu málsins er frestað.

2.Strætó Akraness - styttra morgunhlé v/ leikskóla

1307036

Ósk um styttra morgunhlé hjá Strætó.

Lagt til að málinu verði vísað til umfjöllunar við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

3.Viðhaldsframkvæmdir 2013 - áætlun

1211111

Gunnar Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun.

Bókun á fundi Framkvæmdaráðs þriðjudaginn 23. júlí 2013:

Framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 17. janúar 2013 að leggja fyrir Bæjarráð til samþykktar "Viðhaldsframkvæmdir 2013 - áætlun". Bæjarráð samþykkti áætlunina á fundi sínum þann 24. janúar 2013. Meðal þess viðhalds sem átti að ráðast í var endurnýjun á slitlagi Kalmansbrautar á kaflanum milli Bónus og Olís. Nú berast af því fréttir að hætt hafi verið við þessa framkvæmd og legg ég því fram eftirfarandi spurningar:

1. Hafa verið gerðar breytingar á þeim viðhaldsframkvæmdum sem Framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum þann 17. janúar 2013?

2. Ef breytingar hafa verið ákveðnar þá spyr ég hvar í stjórnkerfi Akraneskaupstaðar þær voru samþykktar því ekki hafa þær verið samþykktar í Framkvæmdaráði?

Ennfremur var ákveðið í kjölfar vinnu starfshóps um skólamál að koma fyrir lausri kennslustofu við Grundaskóla og var gerð grein fyrir undirbúningi framkvæmdarinnar á fundi Framkvæmdaráðs þann 18. apríl 2013. Eftir því sem ég best veit hafa verktakar á Akranesi ekki fengið nein útboðsgögn og er þó ekki nema rúmur mánuður þangað til kennsla hefst í skólanum. Því spyr ég:

3. Hafa útboðsgögn verið gerð vegna lausrar kennslustofu við Grundaskóla og hafa slík gögn verið send út eða auglýst?

Gunnar Sigurðsson

Áheyrnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Framkvæmdaráði.

Guðmundur Páll Jónsson bókar eftirfarandi:

Í framhaldi af ákvörðun framkvæmdaráðs um útboð verksins "Hringtorg Kamansbraut - Kirkjubraut - Stillholt gatnagerð og lagnir" gerði fyrrv. framkvæmdastjóri grein fyrir kostnaðaráætlunum og ljóst að það fé sem framkvæmdaráð hafði áætlað til framkvæmda dygði ekki. Í framhaldi af umræðum í bæjarráði var óskað eftir því að framkvæmdum við Kalmansbraut á kaflanum á milli Bónus og Olís yrði frestað að sinni.

Útboðsgögn á lausri kennslustofu við Grundaskóla voru send til verktaka 16. júlí s.l.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00