Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

58. fundur 18. maí 2011 kl. 17:00 - 18:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Sveinn Kristinsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Karen Jónsdóttir Varaáheyrnarfulltrúi
  • Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Langisandur - útivistarsvæði.

1007074

Grenndarkynning á tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi.

Framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

2.Höfðasel - frágangur á götu

1105080

Erindi vísað til Framkvæmdaráðs frá bæjarritara.

Um er að ræða erindi frá Snókur - verktakar ehf sem barst til fjármálastjóra og bæjarstjóra vegna innheimtu fráveitugjalds. Jafnframt er þar fjallað um ástand götunnar sem ennþá hefur ekki verið malbikuð.

Framkvæmdaráð þakkar fyrir ábendingarnar og felur framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við OR um undirbúning væntanlegra framkvæmda.

3.Grundaskóli - hjólarampar

1105081

Erindi frá Grundaskóla vegna slysahættu af hjólarömpum.

Í bréfinu kemur fram að skólastjórn Grundaskóla óski eindregið eftir því að hjólabrettarampar á lóð skólans verði fjarlægðir hið fyrsta vegna þeirrar slysahættu sem þeim fylgir.

Fyrir liggur áætlun Framkvæmdastofu um kostnað við flutning og uppsetningu að nýju að fjárhæð kr. 2,9 - 3,6 millj. eftir staðarvali. Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að afla frekari uppl. hjá skólastjóra Grundaskóla.

4.Skotfélag Akraness - aðstaða í í þróttahúsi við Vesturgötu

1105082

Ráðstöfun húsrýmis í kjallara íþróttahúss við Vesturgötu - kynning

Framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri íþróttamannvirkja leggja til að höfðu samráði við forsvarsmenn Þorpsins og Einar Skúlason að húsrými í kjallar íþróttahússins við Vesturgötu sem notað hefur verið sem aðstaða til hljómsveitaæfinga verði nú nýtt til að bæta aðstöðu Skotfélags Akraness.

Aðstaðan hefur lítið sem ekkert verið notuð til hljómsveitaræfinga síðasta árið. Framkvæmdaráð óskar eftir frekari uppl. um notkun á rýminu áður en ákvörðun er tekin.

5.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - viðhaldsverkefni

1105083

Tilfallandi viðhaldsverkefni utan fjárhagsáætlunar.

Ekki verið hjá því komist að ráðast í eftirtaldar aðgerðir á Íþróttasvæðinu við Jaðarsbakka en ekki var gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun ársins 2011.

1. Sjónvarpsupptökuaðstaða og undirstöður:

Umrædd aðstaða varð fyrir verulegum skemmdum í óveðri sem gekk yfir 10. apríl s.l. og er áætlaður kostnaður við viðgerð kr. 1,0 millj. Tryggingarfélag kaupstaðarins segir tjónið ekki falla undir tryggingu kaupstaðarins þar sem að foktrygging tekur aðeins til eigna sem metnar eru í fasteignamati.

2. Jarðsig sunnan Akraneshallar

U.þ.b. 45 m2 jarðsig hefur orðið sunnan við gaf Akraneshallar sem ekki verður komist hjá að lagfæra.

Áætlaður kostnaður er kr. 400 þúsund.

3. Girðing milli bílastæða og fjölbýlishúsa norðvestan Íþróttahúss er nánast ónýt og borist hafa kvartanir vegna hennar. Áætlaður kostnaður við lagfæringar er kr. 200 þús.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að veittar verði kr. 1.5 millj. í framangreindar lagfæringar.

Borist hefur boð frá Haraldi Sturlaugssyni um að annast og kosta sandblástur og málningu á stálbitum í fimm austustu súlubilum áhorfendastúku. Framkvæmdarráð fagnar þessu boði og færir Haraldi bestu þakkir fyrir. Verkið verði unnið í samráði við umsjónarmann fasteigna.

6.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2011

1102355

Rekstraryfirlit 1/1 - 30/4 2011

Lagt fram.

Undir þessum lið gerði framkvæmdastjóri grein fyrir fjárþörf vegna viðhalds og þrifa á götum, gangstéttum og göngustígum.

Heildarfjárveiting ársins til viðhalds er kr. 3.350 þús. en endurmetin fjárþörf er kr. 4.800 þús.

Vetrarviðhald er þegar komið fram úr fjárveitingum ársins.

Einnig gerði hann grein fyrir tillögum um aðgerðir til að tryggja gönguleið með Ketilsflöt að Skógrækt er áætlaður kostnaður vegna þeirrar aðgerðar er kr. 1,4 millj.

Málið verður tekið fyrir til frekari umfjöllunar á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00