Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

104. fundur 22. ágúst 2013 kl. 16:00 - 17:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Benediktsson formaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir varaformaður
 • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
 • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdastofu
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Akratorg - hönnun og framkvæmdir

1306085

Landslagsarkitekt frá Landmótun kynnir drög að breytingum á hönnun Akratorg og fer yfir kostnaðartölur.

Kristbjörg Traustadóttir frá Landmótun fór yfir breytingar og áfangaskiptingu verksins. Ráðið leggur til við bæjarráð að verkið verði áfangaskipt og boðið út sem ein heild.

2.Akraneshöll, klifurgrind

1308075

Sótt um að færa klifurgrind úr Akraneshöll yfir í íþróttahús við Vesturgötu.

Framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur framkvæmdastjóra ganga frá samningi.

3.Fjárhagsáætlun 2014 - 2017

1308093

Farið yfir fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2014 og kynnt drög að framkvæmdarþörf til lengri tíma.

Kynnt skjal sem sýnir framkvæmdarþörf bæjarins á næstu árum.

4.Framkvæmdaáætlun 2013 - framlag

1211111

Farið yfir framkvæmdarverkefni.

Farið yfir framkvæmdir sem eru í gangi.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00