Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

79. fundur 13. júní 2012 kl. 17:00 - 18:35 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Benediktsson formaður
 • Sveinn Kristinsson aðalmaður
 • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Guðmundur Páll Jónsson bæjarfulltrúi
 • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2012 - Framkvæmdastofa

1110097

Íris Reynisdóttir, garðyrkjustjóri og Einar Skúlason, rekstrarstjóri Vinnuskóla mættu á fund ráðsins til viðræðna um verkefni sumarsins.

Framkvæmdaráð lýsir ánægju með umhirðu bæjarins og bæjarlandsins og hversu vel hefur tekist til með starfsemi Vinnuskólans og atvinnuátaksins.

2.Vitinn á Breið - 2012

1206048

Endurbætur

Framkvæmdastjóri kynnti stöðu verkefnisins en nú er verið að ljúka við útboðs- og verklýsingu og reiknað með að leitað verði tilboða í verkið hjá verktökum á svæðinu. Framkvæmdaráð ákveður að ráðast í verkið um leið og fjármagn hefur verið tryggt.

3.Leigu- og rekstrarsamningur

1206112

Umfjöllun um breytingar á samningi og tekjuskiptingu.

Framkvæmdaráð fjallaði um málið og fól formanni og framkvæmdastjóra að kanna nánar þau áhrif sem breytingin hefur á fjárhagsáætlun Framkvæmdastofu og leggja fyrir ráðið.

Fundi slitið - kl. 18:35.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00