Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

99. fundur 23. maí 2013 kl. 18:00 - 19:15 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Benediktsson formaður
 • Sveinn Kristinsson varaformaður
 • Kjartan Kjartansson varamaður
 • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.KFÍA - framkvæmdasamningur um endurbyggingu æfingasvæðis á Jaðarsbökkum 2013

1301566

Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri mætti á fund ráðsins og gerði grein fyrir framvindu verkefnisins.

2.Hundahald - breyting á samþykktum 2013

1303164

Umfjöllun um breytingartillögu - afgreiðslu frestað á 95. fundi.

Breytingarnar eru eftirfarandi:

3. grein - Umsóknir, skilyrði fyrir leyfi, skráning og frestir

Inn í greinina verði bætt við setningunni: Vottorð um að hundurinn hafi verið spóluormahreinsaður.

5. grein - Hundar í fjöleignahúsum raðhúsum og fl.

Greinin verði svohljóðandi: Um hundahald í fjöleignahúsi gildi ákvæði laga um fjöleignahús nr. 26/1994 með síðari breytingum.

10. grein - Ormahreinsun, örmerking og merkiplötur

Fyrsta setning greinarinnar verði svohljóðandi:

Skilt er að ormahreinsa hunda á hverju ári og skal eigandi eða umráðamaður hunds framvísa vottorði þar um til eftirlitsaðila sé þess óskað.

Setningin "Vottorði dýralæknis um ormahreinsun skal skilað til eftirlitsaðila fyrir 31. des. ár hvert" fellur niður.

13. grein - Óheimilir staðir

Úr greininni fellur : Langissandur

14. grein - Svæði til lausagöngu hunda

Önnur setning greinarinnar breytist og verður svohljóðandi:

Afgirt svæði við Miðvogslæk sem sérstaklega er merkt sem lausagöngusvæði fyrir hunda.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að framangreindar breytingar verði samþykktar.

3.Fjallskilasamþykkt - fyrir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorrada

1202233

Samkvæmt mati Ívars Pálssonar, lögmanns mun samþykkt fjallskilasamþykktarinnar eins og hún liggur fyrir engin áhrif hafa á girðingarmál (Mál 1206143) gagnvart landeiganda að Brekku í Hvalfirði.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi drög að fjallskilasamþykkt fyrir Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp og Borgarbyggð verði samþykkt.

Einnig leggur ráðið til við bæjarstjórn að drög að samþykkt fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar verði samþykkt.

4.Íþróttamannvirki - fatapeningar

1303168

Ákvörðun um greiðslu fatapeninga. Fyrir liggur athugun rekstrarstjóra íþróttamannvirkja á kostnaði við kaup á nauðsynlegum fatnaði en að hans mati mun kostnaður vegna kaupanna nema um 750.000,- en samkvæmt fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir að verja kr. 294.000,- vegna þessa kostnaðarliðar.
Ekki verður séð með hvaða hætti hægt er að uppfylla samningsbundnar skyldur kaupstaðarins án þess að til komi viðbótarfjármagn til rekstrarins.

Framkvæmdaráð óskar eftir því við bæjarráð að fjárveiting á fjárhagsáætlun ársins vegna kaupa á vinnufatnaði handa starfsfólki íþróttamannvirkja verði hækkuð um kr. 450.000,- því skv. athugun forstöðumanns er fjárveiting ársins ekki nægileg til þess að unnt sé að uppfylla ákvæði kjarasamnings.

5.Grundaskóli - hjólarampar

1105081

Borist hefur tilboð frá Reykjanesbæ um kaup á brettarömpum að fjárhæð kr. 1,0 millj.

Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að gera Reykjanesbæ gagntilboð.

6.Gamli vitinn - endurbætur

1110145

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.
Óhjákvæmilegt var að beyta öðrum aðferðum við hreinsun vitan en upphaflega var gert ráð fyrir og framkvæmdastjóri hefur áður gert ráðsmönnum grein fyrir með óformlegum hætti. Að lokinni hreinsuninni kom í ljós að ástand steypunnar var með þeim hætti að ekki þótti annað fært en afla sérfræðiálits til að meta þær aðferðir sem beitt yrði við lagfæringar og liggur það fyrir fundinum.
Einnig hefur komið í ljós við niðurtekt handriðs umhverfis ljóshús að ástand þess er mun verra en búist hafði verið við.
Lauslegt mat á viðbótarkostnaði við þessa verkþætti er kr. 2.350.000,-.

Framkvæmdaráð óskar eftir að það verði kannað hvort unnt sé að fresta einhverjum verkliðum innanhúss til næsta árs til að mæta þessum viðbótarkostnaði.

Framkvæmdastjóri mun gera grein fyrir þeirri niðurstöðu á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 19:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00