Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

64. fundur 08. september 2011 kl. 17:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Sveinn Kristinsson aðalmaður
  • Karen Jónsdóttir Varaáheyrnarfulltrúi
  • Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011

1106063

Vísað er til erindis bæjarráðs frá 23. ágúst s.l. þar sem stofum og ráðum kaupstaðarins er falið að taka til endurskoðunar fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 og leggja fyrir bæjarráð útlit og stöðu fyrir reksturinn vegna ársins.
Andrés Ólafsson fjármálastjóri mætti á fund ráðsins og fór ásamt framkvæmdastjóra yfir rekstrarstöðu pr. 31. ágúst s.l. og horfur fram til áramóta í þeim málaflokkum sem undir ráðið heyra.

Framkvæmdaráð hefur farið yfir rekstraryfirlit og stöðu viðhaldsverkefna. Útlit er fyrir að þeir málaflokkar sem heyra undir framkvæmdaráð verði innan fjárheimilda í árslok. Mikilvægt er þó að forstöðumenn gæti ítrasta aðhalds í rekstrinum og dragi úr viðhaldsverkefnum eins og kostur er.

2.Starf í þjónustumiðstöð og dýraeftirlit

1009113

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir ráðningu Snorra Guðmundssonar í starf dýraeftirlitsmanns en hann hóf störf 1. sept. s.l.

3.Uppsögn á starfi

1108192

Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri hjá Framkvæmdastofu hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. sept. að telja.

Framkvæmdaráð færir Ragnari bestu þakkir fyrir vel unnin störf og árnar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00