Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

70. fundur 05. janúar 2012 kl. 17:00 - 18:05 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Benediktsson formaður
 • Sveinn Kristinsson aðalmaður
 • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Guðmundur Páll Jónsson bæjarfulltrúi
 • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2012 - Framkvæmdastofa

1110097

Íris Reynisdóttir kynnti verkefnalista skv. fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.

Framkvæmdaráð leggur áherslu á að atvinnuátaksverkefni verði vel undirbúið og beinist fyrst og fremst að umhverfis- og fegrunarmálum. Jafnframt leggur ráðið áherslu á að árlegum hreinsunardögum verði haldið áfram í samvinnu við íbúa og fyrirtæki.

2.Akraneshöll - hitalampar

1102075

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins en fest voru kaup á 3 hitalömpum ásamt boltagrindum fyrir áramót.

3.Þjóðvegur 51 - vetrarþjónusta

1112080

Svarbréf Vegagerðarinnar lagt fram.

Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að afla gagna um umferð o.fl.

4.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - vaktafyrirkomulag

1109022

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir nýju vaktafyrirkomulagi sem taka mun gildi 1. apríl n.k.

5.Gjaldskrá fyrir hundahald 2012

1201044

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir tillögu að breytingu á gjaldskrá um hundahald.

Framkvæmdaráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til umfjöllunar bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:05.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00