Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

140. fundur 20. maí 2014 kl. 16:30 - 18:18 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Dagný Jónsdóttir formaður
 • Þröstur Þór Ólafsson varaformaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Ríkharðsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
 • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
 • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Daggæsla barna í heimahúsum - dagforeldrar

1405070

Erindi til bæjarráð frá foreldrum barna sem nýta sér þjónustu dagforeldra og dagforeldrum á Akranesi. Alls rita 107 einstaklingar undir erindið. Með erindinu er farið á leit við bæjarstjórn Akraneskaupstaðar að hún beiti sér annars vegar fyrir því að endurskoða niðurgreiðslu vistunargjalda vegna daggæslu barna í heimahúsi. Hins vegar er óskað eftir að farið sé að fullu að ákvæðum reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsi nr. 907/2005 þar sem m.a. er kveðið er á um eftirlitshlutverk sveitarfélaga. Bæjarráð tók erindið fyrir á fundin sínum 15. maí 2014 og vísaði því til umfjöllunar í fjölskylduráði.

Arnheiður Andrésdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi mætti á fundinn kl. 16:30.

Fjölskylduráð vísar erindinu til umfjöllunar í nýju fjölskylduráði.

Arnheiður vék af fundi kl. 17:12.

2.Starfshópur um félagsþjónustu - ýmis mál

1405025

Fjölskylduráð vísaði á fundi sínum 24.02.2014 umfjöllun um húsnæðismál og stöðu á biðlista eftir leiguhúsnæði á vegum Akraneskaupstað til starfshóps um félagsþjónustu.

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram greinargerð um leiguhúsnæði á Akranesi. Fjölskylduráð vísar erindinu til umfjöllunar í nýju fjölskylduráði.

Sveinborg lagði einnig fram til kynningar drög að vinnulagi við umsýslu fjölskyldusviðs og umhverfis- og framkvæmdasviðs Akraneskaupstaðar vegna félagslegra leiguíbúða á vegum Akraneskaupstaðar.

3.Styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga 2014

1403198

Búið er að vinna úr umsóknum vegna styrkbeiðna frá íþrótta- og æskulýðsfélögum. Heildarupphæð var kr. 10.900.000

Lagt fram.

4.Málefni fatlaðs fólks á Akranesi

1403109

Afgreiðsla trúnaðarmál.

5.Starfsendurhæfing Vesturlands

1402250

Þann 12. maí var haldinn fundur í Borgarnesi um næstu skref í að koma á fót Starfsendurhæfingu Vesturlands. Þangað voru boðnir fulltrúar sveitarfélaga, félagsþjónustu og fleiri.

Niðurstaða fundarins var að leggja til að SSV gerði samning við Virk sem gildir til áramóta. Síðan yrði tíminn notaður fram á haust til að stofna sjálfseignarstofnun.

Akraneskaupstaður mun síðan gera reikning fyrir veittri þjónustu til SSV.

6.Styrkir 2014 - seinni úthlutun, skv. reglum bæjarstjórnar frá 29.10.2013

1401167

Samkvæmt reglum bæjarstjórnar skal auglýsa tvisvar vegna hvers fjárhagsárs og samþykkti bæjarráð seinni úthlutun á fundi sínum 15. maí

Lagt fram.

7.Holtsflöt 9 - starfsmannamál

1405115

Afgreiðsla trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 18:18.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00