Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

142. fundur 12. ágúst 2014 kl. 16:30 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir formaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
 • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri sérfræðiþjónustu og skólaþróunar
Dagskrá

1.Fjölskylduráð 2014-2018 starfshættir

1406140

Með fundarboði fylgdi yfirlit yfir helstu lög og reglugerðir sem falla undir verkefni fjölskylduráðs.
Rætt um verkefni og starfshætti fjölskylduráðs. Fastir fundir eru 1. og 3. þriðjudag hvers mánaðar. Fundir munu hefjast kl. 16:30 og alla jafna reiknað með að fundir standi ekki lengur en 2 klukkustundir. Nokkur mál frá fyrra fjölskylduráði bíða frekari umfjöllunar.
Fjölskylduráð samþykkir að málskotsnefnd sem starfaði með fyrra fjölskylduráði starfi til 31.12.2014 eða þar til annað verður ákveðið. Fulltrúar í málskotsnefnd verða Anna María Þórðardóttir og Hjördís Hjartardóttir. Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs mun starfa áfram með málskotsnefndinni.

2.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2014

1405176

Á fundi bæjarráðs 10. júlí sl. var fjallað um rekstrarstöðu Akraneskaupstaðar og eftirfarandi bókað:
Bæjarstjóra falið að óska eftir tillögu og áætlun frá fjölskyldusviði/ráðu varðandi málaflokka fatlaðra og barnavernd
Bylgja Mist Gunnarsdóttir forstöðumaður búsetuþjónustu mætti á fundinn kl. 17:10. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra um málefni fatlaðra og útgjaldaþörf í búsetuþjónustu til áramóta. Bylgja vék af fundi kl. 17.50.

Staða fjármála vegna barnaverndar. Félagsmálastjóri lagði fram minnisblað þar sem skýrðar eru ástæður fyrir aukinni fjárþörf í barnavernd en aukinn kostnaður er einkum vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu og vistunar barna.
Málin verða tekin til afgreiðslu á næsta fundi fjölskylduráðs 19. ágúst nk.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00