Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

28. fundur 13. janúar 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Könnun meðal foreldra grunnskólabarna haust 2009

912049
Farið yfir svör foreldra í könnun sem lögð var fyrir í lok nóvember og fyrri hluta desember. Allir foreldrar voru spurðir um ýmsa þætti sem snerta skólastarfið. Viðhorf foreldra til skólastarfsins eru almennt mjög jákvæð og munu niðurstöður birtast á heimasíðu Akraneskaupstaðar innan tíðar.

2.Grunnskólar - samræmd próf

1001037Farið yfir niðurstöður samræmdra prófa í 4., 7. og 10. bekk á árinu 2009 og en prófin fór öll fram sl. haust. Rætt um hagnýtingu þessara upplýsinga fyrir skólana og önnur atriði sem tengjast samræmdum prófum.

3.Skólastarf haustið 2009

1001038

Arnbjörg sagði að áherslan í skólastarfinu í haust hefði verið á námsmat en skólinn er að vinna að þróunarverkefni í því sambandi undir handleiðslu Ingvars Sigurðssonar Menntavísindasviði HÍ. Síðan er áherslan á Grænfánaverkefni og Byrjendalæsi. Einnig er viðvarandi sjálfsmatsvinna sem unnin er eftir fyrirliggjandi áætlun.Sigurður Arnar sagði að skólastarf haustsins hefði gengið vel. Skólinn er að aðlaga sig að nýju fyrirkomulagi vegna könnunarprófa í 10. bekk. Valkerfinu var breytt á unglingastiginu sl. haust og byrjunin lofar góðu. Grundaskóli er áfram móðurskóli í umferðarfræðslu og dreifði Sigurður "Handbók um umferðarfræðslu" sem út kom í haust. Einnig sagði hann frá söngleik sem tengist umferðarfræðslu og voru sýningar fyrir leik- og grunnskólanemendur. Einnig sagði hann frá átaki þar sem kafað var ofan í rekstur skólans. Gerð var úttekt á sjálfsmatsaðferðum Grundaskóla að hálfu menntamálaráðuneytisins og var sú úttekt hvetjandi fyrir skólann. Einnig sagði Sigurður frá umbótaverkefnum sem hafa verið í vinnslu í skólanum. Unnið er að Byrjendalæsi og hugmyndir að dagskrá sem yrði fastur liður á Degi íslenskrar tungu.


Sigurður Arnar og Sigríður Ragnarsdóttir verða í námsleyfi næsta vetur.Sigurður Arnar benti á að tryggja þurfi verkefninu Ungir - gamlir tryggt fjármagn og munu skólarnir funda um verkefnið á næstunni.


Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00