Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

42. fundur 07. júlí 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Erindi félagsmálastjóra 07.07.10

1006149

Á fundinn mættur Sveinborg L. Kristjánsdóttir félagsmálastjóri og Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi. Farið var yfir umsóknir um aðstoð sem ekki falla undir reglur um fjárhagsaðstoð.

umfram það sem reglur um fjárhagsaðstoð kveða á um. (Afgreiðsla trúnaðarmál)

2.Erindi félagsmálastjóra-bakvaktir

1006156

Sveinborg kynnti bókun barnaverndarnefndar Akraness þar sem farið er fram á úrbætur vegna þess að engar bakvaktir eru í barnaverndarmálum utan dagvinnutíma. Barnaverndarstofa hefur gert athugasemdir við því að ekki sé bakvaktir barnaverndarstarfsmanna á Akranesi. Sveinborg kynnti einnig hvernig málum er háttað í ýmsum sveitarfélögum.

Fjölskylduráð samþykkir að taka málið aftur á dagskrá í ágúst.

3.Reglur um veitingu fjárstyrks til að greiða fyrir lögmannsaðstoð í barnaverndarmálum

1007012

Lögð fram tillaga að nýjum reglum um en eldri reglur voru frá 1997. Í nýju reglunum er búið að binda fjárhæðir við framfærslukvarða. Fjölskylduráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

4.Fjárhagur stofnana fjölskyldustofu 2010

1003153

Framkvæmdastjóri lagði fram bréf sem sent var bæjarráði til að upplýsingar.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00