Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

44. fundur 10. ágúst 2010 kl. 17:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Erindi félagsmálastjóra til fjölskylduráðs

1008033

Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi og Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi mættu á fundinn kl. 17:00 og lögðu fyrir tvö erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál

2.Erindi félagsmálastjóra til fjölskylduráðs

1008034

Lagt fram erindi. Afgreiðslan trúnaðarmál. Ingibjörg Gunnarsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir fóru af fundi kl. 17:40

3.Fjárhagsáætlun 2010 - endurskoðun

1004064

Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð að eftirfarandi breyting verði gerð á fjárhagsáætlun 2010.

1. Að úthlutun sérkennslu og kennslustunda til sveigjanlegs skólastarfs í grunnskólunum verði fært til fyrra horfs. Úthlutunin byggist á sömu forsendum og árið 2008. Samtals kr. 5.150.000.

2. Að úthlutað verði fjármunum til símenntunar á haustönn kr. 200.000 í hvorn grunnskóla

3. Að greitt verði fyrir þátttöku starfsfólks í hlutastarfi á skipulagsdögum í leikskólunum samtals kr. 650.000.

4. Að veitt verði sérstakt framlag til að halda foreldrafundi í leikskólunum samtals kr. 460.000.

5. Að veitt verði sérstakt framlag til að ýmsa yfirvinnu í leikskólunum samtals kr. 382.000.

6. Að gjaldskrá leikskóla og skóladagvistar verði breytt á þann veg að almennt gjald fyrir hverja klukkustund verði það sama óháð lengd dvalartíma. Breytingin mun leiða til u.þ.b. 3.000.000 tekjusamdráttar á ári. Vegna haustannarinnar verður tekjutapið um kr. 1.000.000. Breytingin taki gildi 1. september.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00