Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

91. fundur 04. júní 2012 kl. 16:30 - 18:18 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Dagný Jónsdóttir (DJ) bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1205142

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri og Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi mættu á fundinn kl. 16:30. Hrefna lagði fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál. Hrefna vék af fundi kl. 16:42.

2.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun

1205196

Sveinborg lagði fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál.

3.Húsaleigubætur - áfrýjun

1206027

Sveinborg lagði fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Fjárhagserindi - áfrýjun

1103062

Sveinborg lagði fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál.

5.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun

1206017

Sveinborg lagði fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál.

6.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun

1206016

Sveinborg lagði fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál.

7.Launalaust leyfi

1205136

Ólöf Guðmundsdóttir forstöðuþroskaþjálfi hefur óskað eftir launalausu leyfi í 12 mánuði. Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri heimaþjónustu mælir með að leyfið verði veitt.

Fjölskylduráð samþykkir leyfið fyrir sitt leyti en vísar erindinu áfram til bæjarráðs í samræmi við reglur.

8.Starfshópur um félagsþjónustu

1108132

Starfshópur um félagsþjónustu hefur fjallað um tillögur Hjördísar Árnadóttur varðandi verklag í félagsþjónustu og gerir í bréfi sínu tillögur að breytingum.

Fjölskylduráð óskar eftir því að Sveinborg ræði við yfirmann þjónustu- og upplýsingasvið um útfærslu liðum 1 - 4 í tillögum starfshóps. Tilögur nr. 5 og 6 voru samþykktar.


Tillaga 5. Lagt er til að dregið verði út matskenndum þáttum varðandi rétt til sérstakra húsaleigubóta vegna nýrra umsókna frá og með 1. júlí 2012. Félagslegir þættir falli út úr matinu og rétturinn miðist eingöngu við tekjur umsækjenda.

Tillaga 6. Lagt er til að heildarfjárhæð almennra og sérstakra húsaleigubóta nemi að hámarki kr. 50.000. Tillagan taki gildi 1. október 2012.

9.Ferðaþjónusta fatlaðra, leiðbeinandi reglur

1202043

Starfsmenn félagsþjónustu hafa endurskoðar reglur um akstur fatlaðra og aldraðra.

Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar reglur.

10.Umsókn um launað námsleyfi júní 2012

1205198

Birgir Þór Guðmundsson sálfræðingur óskar eftir launuðu námsleyfi í 12 mánuði sbr. gr. 10.3 í kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Sálfræðinga en þar segir: Heimilt er að veita starfsmanni sem starfað hefur skv. þessum samning samfellt í 5 ár hið skemmsta, launað leyfi til að stunda viðurkennt framhaldsnám. Við það skal miða að viðkomandi afli sér viðbótarþekkingar sem nýtist í starfi hans hjá stofnunni.

Fjölskylduráð vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarráði.

11.Fjöliðjan - skipurit og starfsmannahald

1205197

Með fundarboði fylgir skipurit og starfslýsingar fyrir flest starfsheiti í Fjöliðjunni. Óskað er eftir heimild til að setja á laggirnar tilraunaverkefni til eins árs frá og með 15. september 2012. Í verkefninu felst að ráðstafa 50% starfi til að finna atvinnutækifæri utan Fjöliðjunnar og fylgja slíkum verkefnum eftir. Gert er ráð fyrir að ekki verði ráðið í starf deildarstjóra vinnustaðarins þegar hann lætur af störfum en ráðinn þroskaþjálfi til hæfingar. Ekki er gert ráð fyrir að launakostnaður aukist vegna verkefnisins.

Fjölskylduráð samþykkir tilraunaverkefnið til eins árs.

Fundi slitið - kl. 18:18.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00