Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

32. fundur 17. febrúar 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Íþróttavakning framhaldsskólanna 2010

1002183Borist hefur bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að framhaldsskólanemendur fái frítt í sund vikuna 22. -26. febrúar í tengslum við íþróttaviku sem haldin verður um allt land. Fjölskylduráð telur jákvætt að framhaldsskólanemendur taki þátt í íþróttaviku og samþykkir fyrir sitt leyti að veittur verði gjaldfrjáls aðgangur að sundlauginni.

2.Leikskólastarf 2010

1002188

Á fundinn mættu áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla: Guðrún Erla Guðlaugsdóttir auk leikskólastjóra Vallarsels, Garðasels og Akrasels kl. 16:15. Rætt um sumarlokanir leikskóla en gerð hefur verið viðhorfakönnun meðal foreldra og meiri hluti réð lokunartíma hvers leikskóla. Allir leikskólarnir loka 5. júlí - 30. júlí og opna aftur 3. ágúst. Fjölskylduráð óskar eftir að leikskólastjórar veiti upplýsingar um viðbótarstarfsfólk vegna sumarleyfa umfram lokunartíma leikskólanna. Rætt um hvernig gengur að vinna samkvæmt fjárhagsáætlun 2010 og hvernig langtímaveikindi verða meðhöndluð í launaliðum skólanna. Í sumar munu tæplega eitthundrað börn útskrifast og jafnmörg börn munu innritast. Leikskólastjórar fóru yfir áherslur í starfi skólanna. Leikskólastjórar og áheyrnarfulltrúi starfsfólks yfirgáfu fundinn kl.17:20.

3.Foreldrafélag Brekkubæjarskóla

1002187

Foreldrafélag Brekkubæjarskóla óskaði eftir að hitta fjölskylduráð og mættu fulltrúar þess á fund kl. 17:20. Þau sem mættu: Ólína Á Sigurðardóttir, Ólöf L. Ólafsdóttir, Sigríður L. Guðbjartsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir og Hildur Bernódusdóttir. Fulltrúarnir óskuðu eftir upplýsingum um fyrirkomulag forfallakennslu í Brekkubæjarskóla og umfang forfalla. Einnig rætt um frímínútnagæslu og tilhögun hennar. Fulltrúarnir óskuðu eftir upplýsingum um hvort hægt væri að fá styrk til að halda fyrirlestra en foreldrafélögin héldu fyrirlestur á haustönninni um einelti sem var sérlega vel heppnaður. Óskað er eftir að fá stuðning til að halda fræðsludaginn "Tölum saman" ekki liggja fyrir upplýsingar um verð. Síðan var rætt um lengri ferðir sem farnar hafa verið í grunnskólunum og samræmi milli skólanna. Einnig var spurt um hvort eru reglur um hámarksfjölda í bekkjardeildum en engar slíkar reglur eru til. Rætt um skipulag foreldrastarfs. Foreldrafulltrúarnir lýstu yfir áhuga sínum á að reglulegt samstarf sé milli foreldrafélaga grunnskóla.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00