Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

133. fundur 04. febrúar 2014 kl. 16:30 - 18:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Dagný Jónsdóttir formaður
 • Sveinn Kristinsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Hjördís Garðarsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
 • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsddóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Tillögur til úrbóta í framtíðarhúsnæðismálum grunnskóla -

1302141

Bæjarstjórn Akraness skipaði starfshóp um skólamál. Verkefni hópsins var að kanna þörf á aukningu skólahúsnæðis til lengri tíma, leiðir til úrbóta til lengri og skemmri tíma. Starfshópurinn skilaði skýrslu til bæjarráðs 10. júní 2013. Skýrslunni var m.a. vísað til fjölskylduráðs til frekari umfjöllunar. Fjölskylduráð tók skýrsluna fyrir á fundi sínum 5. nóvember og ákvað að vísa skýrslunni til umsagnar skólastjórnenda grunnskólanna, skólaráðum, nemendaráðum og Skagaforeldra.

Á fundinn mættu Arnbjörg Stefánsdóttir og Hrönn Ríkharðsdóttir áheyrnafulltrúar skólastjórnenda, Borghildur Birgisdóttir áheyrnafulltrúi kennara, Jónína Margrét Sigmundsdóttir, áheyrnafulltrúi foreldra í fjölskylduráði um málefni grunnskólanna og Ólöf Lind fulltrúi Skagaforeldra og Patrekur Björgvinsson formaður nemendafélags Brekkubæjarskóla Aldís Lind Benediktsdóttir varaformaður, Guðmundur Sigurbjörnsson formaður nemendafélags Grundaskóla og Jón Hjörvar Valgarðsson varaformaður nemendafélags Grundaskóla. Áheyrnafulltrúar kynntu sín sjónarmið gagnvart tillögum starfshópsins. Foreldarfélaga Grundaskóla og nemendafélags Grundaskóla óska eftir fresti til að skila sínum umsögnum. Fjölskyklduráð veitir frest til 20. mars nk. Umræður um möguleika sem eru í húsnæðismálum grunnskólanna bæði þá sem fram koma í skýrslunni og aðrar leiðir sem nefndar hafa verið.

Fjölskylduráð mun taka málið upp að nýju.

Patrekur, Aldís Lind, Guðmundur og Jón Hjörvar viku af fundi kl. 17:15.

2.Stoðþjónusta skóla Akranesi - endurmat

1401209

Svala Hreinsdóttir hefur tekið saman minnisblað þar sem lagt er til að endurmat á stuðning við nemendur með sérþarfir fari fram. Endurmatið verði unnið í samvinnu skólastjóra, starfsmenn sérfræðiþjónustu og stoðþjónustu.

Fjölskylduráð óskað eftir að niðurstöður endurmatsins og tillögur verði kynntar ráðinu í lok skólaársins.

3.Vallarsel - skipulagsdagur, breytt dagsetning

1401210

Borist hefur bréf frá leikskólastjóra Vallarsels þar sem óskað er eftir að færa skipulagsdag sem skv. skóladagatali á að vera 22. apríl til 25. apríl. Foreldraráð Vallarsel gerir ekki athugasemd við þessa breytingu.

Fjölskylduráð gerir ekki athugasemd við þessa tilfærslu.

4.Nemendamál í grunnskóla jan 2014

1402003

Fjölskylduráð hefur kynnt sér efni bréfs foreldra og óskar eftir greinargerð frá skólastjóra og sérfræðiþjónustu. Málið verður tekið fyrir að nýju 18. febrúar.

Arnbjörg, Hrönn, Borghildur, Jónína Margrét og Ólöf Lind viku af fundi kl. 17:44.

5.Lokun skammtímavistana á Vesturlandi - fyrirspurn

1401050

Þjónusturáði Vesturlands hefur borist fyrirspurn frá Velferðarráðuneytinu eins og kynnt var á síðasta fundi fjölskylduráðs. Svar við fyrirspurn ráðuneytisins fylgdi fundarboði.

Lagt fram.

6.Styrkir 2014 - skv. reglum bæjarstjórnar frá 29.10.2013

1310198

Fjölskylduráð fór yfir umsóknir um styrki sem sótt var um vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála á árinu 2014. Fjölskylduráð samþykkti tillögu að styrkveitingu sem send verður til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00