Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

95. fundur 04. september 2012 kl. 16:30 - 17:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Þröstur Þór Ólafsson formaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Elsa Lára Arnardóttir varamaður
Starfsmenn
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Dagforeldrar - samskipti

1206025

Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu og Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri funduðu með dagforeldrum á Akranesi um samstarf, umsjón og eftirlit. Sveinborg gerði grein fyrir umræðum á fundinum. Ákveðið var að þrír dagforeldrar ásamt daggæslufulltrúa myndi samráðshóp.

2.Fundur með foreldrum fatlaðra barna á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit

1208182

Niðurstöður frá fundi með foreldrum fatlaðra barna á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit sem haldinn var 25. apríl 2012 á Akranesi, voru kynntar. Á fundinum var farið yfir tilfærslu þjónustu málefna fatlaðra til sveitarfélagsins og m.a. farið yfir hvernig til hefur tekist, hvað þarf sveitarfélagið að leggja áherslu á í framtíðinni í þjónustu við fatlaða. Fjölskyldustofa stefnir að því að halda samkonar fundi reglulega með foreldrum.

3.Velferðarvaktin 2012

1208164

Bréf frá Velferðarvaktinni var lagt fram. En þar kemur m.a. fram að velferðarvaktin "...vill vekja athygli á því að rannsóknir hafa sýnt fram á að afleiðingar efnahagskreppu koma oft fram hjá börnum eftir þrjú til fimm ár. Hvetur því velferðarvaktin sveitarstjórnir og skólanefndir til að huga sérstaklega að líðan barna í upphafi skólaárs."

4.Starfshópur um íþrótta- og æskulýðsmál

1108134

Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála mætti á fundinn kl. 17:15. Heiðrún fór yfir fundargerðir starfshóps um íþrótta- og æskulýðsmál veturinn 2011-2012. Fjölskylduráð mun fara yfir tillögur starfshópsins.

Fundi slitið - kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00