Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

135. fundur 04. mars 2014 kl. 16:30 - 17:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Dagný Jónsdóttir formaður
 • Þröstur Þór Ólafsson varaformaður
 • Sveinn Kristinsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
 • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Starfshópur um íþrótta- og æskulýðsmál-breyting á ernidisbréfi

1402245

Formaður starfshóps um íþrótta- og æskulýðsmál óskar eftir að ungmennaráð Akraness eigi fulltrúa í starfshópnum og fulltrúum í starfshópnum verði fjölgað í því skyni. Þessi tillaga er gerð í kjölfar bæjarstjórnarfundar unga fólksins 2013.

Gerð er tillaga um breytingu á fyrstu grein en hún hljóðar svo:

1. gr.


Fjölskylduráð skipar þrjá fulltrúa í starfshóp um íþrótta- og æskulýðsmál á Akranesi, út kjörtímabilið 2010 - 2014, þar af skal einn fulltrúi vera úr fjölskylduráði sem jafnframt verður formaður starfshópsins.

Ný grein orðist svo:

Fjölskylduráð skipar fjóra fulltrúa í starfshóp um íþrótta- og æskulýðsmál á Akranesi út kjörtímabilið 2010 - 2014, þar af skal einn fulltrúi vera úr fjölskylduráði sem jafnframt verður formaður einnig skal ungmennaráðið skipa einn fulltrúa.

Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála mætti á fundinn kl. 16:30.

Fjölskylduráð samþykkir að ungmennaráð Akraness fái fastan fulltrúa í starfshópi um íþrótta- og æskulýðsmál og að erindisbréfi verði breytt til samræmis við það.

2.Starfsáætlun Þorpið 2013-2014

1308184

Heiðrún fór yfir starfsáætlun Þorpsins 2013-2014.

3.Rekstur sumar- og leikjanámskeiða fyrir 6-10 ára börn á Akranesi

1309117

Fjólskylduráð ákvað á fundi sínum 7. janúar að auglýst yrði eftir rekstraraðila til að sjá um sumarstarf með börnum á Akranesi. Ein umsókn barst og er hún frá Skátafélagi Akraness sem séð hefur um leikjanámskeið í samvinnu við Akraneskaupstað undanfarin ár.

Fjölskylduráð felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra að gera drög að samningi við Skátafélagið til þriggja ára og leggja fyrir fjölskylduráð.

Heiðrún vék af fundi kl. 17:25.

4.Mannréttindastefna Akraneskaupstaðar

1303082

Unnið hefur verið að gerð mannréttindastefnu fyrir Akraneskaupstað á undanförnum mánuðum. Styrkur fékkst til verkefnisins frá Progress sjóði. Starfshópur skipaður af bæjarráði hefur unnið að stefnumótuninni og hafa Anna Lára Steindal og Anna Leif Elídóttir unnið með starfshópinum. Drög að mannréttindastefnu liggja nú fyrir og er gert ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi 11. mars n.k..

Drög að mannréttindastefnunni lögð fram.

Fundi slitið - kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00