Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

113. fundur 02. apríl 2013 kl. 16:30 - 18:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Dagný Jónsdóttir varaformaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Freyr Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Innleiðing nýrrar aðalnámskrár

1301351

Bréf frá menntamálaráðherra þar sem fjallað er um gerð skólastefnu og innleiðingu nýrrar aðalnámskráa. Í bréfinu er hvatt til þess að unnið verði af krafti við innleiðinguna.

Á fundinn mættu kl. 16:30 Hrönn Ríkharðsdóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson og Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnafulltrúar skólastjórnenda grunnskóla, Laufey Karlsdóttir og Borghildur Birgisdóttir áheyrnafulltrúar starfsmanna, Elísabet Ingadóttir áheyrnafulltrúi foreldra.

Lagt fram.

2.Innleiðing nýrrar aðalnámskrá í grunnskólum Akraneskaupstaðar

1303205

Grunnskólarnir hafa unnið að innleiðingu á nýrri aðalnámskrá og eru komnir nokkuð á veg í þeirri vinnu.

3.Námsmatsstofnun - ytra mat á leik- og grunnskólum

1301362

Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um að frá 1. janúar 2013 fluttist umsjón með framkvæmd ytra mats leik- og grunnskóla til Námsmatsstofnunar.

Lagt fram.

4.Ytra mat á grunnskólum - Brekkubæjarskóli

1302117

Námsmatsstofnun hefur í bréfi dagsettu 11. febrúar tilkynnt að Brekkubæjarskóli er einn af átta skólum sem framkvæmt verður ytra mat á starfseminni samkvæmt matskerfi sem þróað hefur verið á undanförnum misserum.

Lagt fram.

5.Skóladagatal 2013-2014

1303204

Fyrir liggur tillaga að skóladagatali fyrir skólaárið 2013-2014. Skóladagatalið á eftir að fara til umfjöllunar hjá skólaráðum og fleiri aðilum.

Áætlað er að skólasetning verði 21. ágúst 2013, vetrarfrí 18. - 22. október 2013 og áætluð skólaslit 6. júní 2014. Lagt fram.

6.Innritun í grunnskóla vor 2013

1303206

Innritun í grunnskólana á Akranesi fór fram með sama sniðið og undanfarin ár.

7.Tillögur til úrbóta í framtíðarhúsnæðismálum grunnskóla -

1302141

Starfshópur um húsnæðisþörf grunnskóla hefur skilað tillögum að úrbótum sem snúa að næsta skólaári.

Hrönn vék af fundi kl. 17:30. Arnbjörg vék af fundi kl. 18:04. Fjölskylduráð styður tillögur starfshóps um aðkallandi endurbætur á skólahúsnæði grunnskóla á Akranesi.

8.Verklagsreglur varðandi nemendamál í grunnskólum

1303137

Drög að verklagsreglum sem byggja á reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum lagðar fram. Reglugerðin er ein af þeim reglugerðum sem sett var í kjölfar nýrra grunnskólalaga frá 2008. Verklagsreglunum er ætlað að vera stuðningur í flóknari málum sem óhjákvæmilega koma upp í grunnskólunum á Akranesi. Reglunum er einnig ætlað að skýra verkaskiptingu og ábyrgð milli samstarfsaðila. Verklagsreglurnar eru til umfjöllunar í grunnskólunum, hjá sérfræðiþjónustu skóla og félagsþjónustunni. Laufey vék af fundi kl. 18:12.

9.Nemendamál í grunnskóla

1304013

Erindi lagt fram. Afgreiðsla trúnaðarmál. Elísabet og Borghildur viku af fundi kl. 18:26.

10.Áfrýjunarnefnd

1303154

Málið var til umfjöllunar á síðasta fundi fjölskylduráðs en óskað eftir frekari vinnu með starfsreglur fyrir málskotsnefnd.

Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð að tímabundið verði stofnuð málskotsnefnd til loka árs 2013. Verkefni málskotsnefndar verða m.a. að fjalla um erindi sem berast á grundvelli Reglna um fjárhagsaðstoð á Akranesi, samkvæmt 33. grein.

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00