Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

107. fundur 05. febrúar 2013 kl. 16:30 - 17:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Þröstur Þór Ólafsson formaður
 • Dagný Jónsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
 • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Liðveisla 2013

1212097

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

2.Notendastýrð persónuleg aðstoð o.fl.

1208132

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

3.Sérstakar húsaleigubætur

1301316

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.sérstakar húsaleigubætur - áfrýjun 2013

1302047

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

5.Bakvaktir barnaverndar

1209132

Bráðabirgðasamkomulag við starfsmenn félagsþjónustunnar um bakvaktir í barnavernd rann út 1. febrúar. Drög að nýju samkomulagi liggur fyrir.

Fjölskylduráð samþykkir samkomulagið sem gildir frá 1. febrúar 2013 til 31. janúar 2014. Eftir það er gagnkvæmur uppsagnarfrestur 3 mánuðir.

6.FEBAN - styrkbeiðnir 2012 og afgreiðsla á þeim.

1212181

Í bréfi FEBAN er óskað sérstaklega eftir styrk til að greiða húsaleigu sem tengist bókbandsnámskeiði sem félagið gengst fyrir á vorönn.

Fjölskylduráð samþykkir að mæla með við bæjarráð að FEBAN fái styrk að upphæð kr. 60.000 til að standa straum af leigugreiðslum vegna bókbandsnámskeiðs á vorönn 2013. Fjölskylduráð óskar eftir því að kannað verði hvort hægt verði að nýta húsnæði í kjallara Landsbankahússins undir námskeiðshaldið.

7.Hnefaleikafélagið BK í Qaqortoq

1301413

Hnefaleikafélagið í Qaqortoq hefur í ódags. bréfi óskað eftir fjárhagsstuðningi frá Akraneskaupstað vegna þátttöku í afmælismóti Hnefaleikafélags Akraneskaupstað 8. febrúar 2013.

Fjölskylduráð getur ekki orðið við beiðni Hnefnaleikafélagsins.

Fundi slitið - kl. 17:55.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00