Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

123. fundur 03. september 2013 kl. 16:30 - 18:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson varaformaður
  • Sveinn Kristinsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Kjartan Kjartansson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Starfsáætlun Þorpið 2013-2014

1308184

Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála, Lúðvík Gunnarsson deildarstjóri æskulýðs- og forvarnarmála og Ruth Jörgensdóttir Rauterberg þroskaþjálfi mættu á fundinn og fóru yfir starfssemi Þorpsins skólaárið 2013-2014. Heiðrún Lúðvík og Ruth viku af fundi kl. 17:45.

2.Tómstundaframlag - reglur

1308174

Á árinu 2012 hætti Akraneskaupstaður að gefa út "Ávísanir á öflugt tómstundastarf". Þess í stað var veitt "Tómstundaframlag" vegna þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi. Markmið Akraneskaupstaðar var eins og áður að hvetja til öflugs tómstundastarfs barna og ungmenna. Ástæða breyttrar framkvæmdar var sú að nýtt hugbúnaðarkerfi var tekið í notkun hjá ÍA. Við úthlutun var áfram stuðst við "Reglur um nýtingu - Ávísun á öflugt tómstundastarf". Fjölskylduráð tekur nú reglurnar til endurskoðunar.

Breytingarnar félast í nafnabreytingu þar sem heitið ”Ávísun á öflugt tómstundastarf“ er breytt í ”Tómstundaframlag“. Einnig voru breytingar gerðar á eftirfarandi greinum og liðum:

1. Setningin ”Ávísun er send til allra barna og ungmenna á grunnskólaaldri og einnig næstu tveggja árganga á framhaldsskólaaldri (6-17 ára)“ er tekin út. Ný setning sett inn ”Upplýsingar um tómstundaframlag eru sendar í gegnum tölvukerfi grunnskólanna og með bréfi til foreldra elstu árganga“.

2. a) Setningin ”Starfsemin þarf að ná yfir að minnsta kosti 10 vikur á önn“ er breytt í ”Starfsemin þarf að ná að jafnaði yfir 10 vikur á önn“.

2. d) Setningin ”Þar getur verið um að ræða námskeið sem ná minnsta kosti yfir 10 vikur“ er breytt í ”Þar getur verið um að ræða námskeið sem nær að jafnaði yfir 10 vikur“.

3.Skema - fyrirspurn v/námskeiðs í tölvuleikjaforritun

1308128

Umsókn Skema ehf. um að heimilt verði að nota ,, Ávísun á öflugt tómstundastarf sem greiðslu, vegna námskeiðsins "Leikjaforritun - grunnur (7-16 ára)".

Fjölskylduráð samþykkir umsóknina þar sem hún uppfyllir þau skilyrði sem sett eru.

4.Vímulaus æska - umsókn um aðild að ávísun á öflugt tómstundastarf

1308186

Umsókn Vímulausrar æsku - Foreldahúss um að heimilt verði að nota ,, Ávísun á öflugt tómstundastarf sem greiðslu, vegna námskeiðsins "Sjálfstyrking fyrir börn og unglinga 10-16 ára".

Fjölskylduráð samþykkir umsóknina þar sem hún uppfyllir þau skilyrði sem sett eru.

5.Umsókn um styrk - VinstriHægriVinstri leikhópur

1308145

Fjölskylduráð vísar umsókn um styrk til umsagnar og afgreiðslu hjá skólastjórnendum Brekkubæjarskóla og Grundaskóla.

6.Búsetuúrræði f. fatlaða

1306157

Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldusviðs fór yfir minnisblað um stöðu í búsetuúrræðum fyrir fatlaða. Fjölskylduráð felur framkvæmdastjóra að fylgja þeim fyrirætlunum í framkvæmd.

7.Fjöliðjan - skipurit og starfsmannahald

1205197

Á fundi fjölskylduráðs 4. júní 2012 fjallaði fjölskylduráð um tillögu að nýju skipulagi í Fjöliðjunni. Um var að ræða aukna áherslu á vinnu utan Fjöliðjunnar en ekki var um auka launakostnað að ræða. Fjölskylduráð samþykkti fyrirkomulagið til eins árs. Mat forsvarsmanna Fjöliðjunnar er að vel hafi til tekist og er óskað eftir heimild til að auglýsa viðkomandi störf laus til umsóknar frá og með 1. október. Um er að ræða starf þroskaþjálfa hæfingar og verkstjóra vinnustaðar.

Fjölskylduráð samþykkir að umrædd störf verði auglýst til umsóknar.

Fundi slitið - kl. 18:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00