Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

74. fundur 04. október 2011 kl. 16:30 - 18:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
 • Guðmundur Páll Jónsson varaformaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
 • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1110015

Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi lagði fram mál, áfrýjun vegna fjárhagsaðstoðar. Afgreiðsla trúnaðarmál.

2.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1110022

Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi lagði fram mál, áfrýjun vegna fjárhagsaðstoðar. Afgreiðsla trúnaðarmál.

Hrefna vek af fundi 16:55.

3.Málefni fatlaðra, flutningur yfir til sveitarfélaga.

905030

Á fundinn mætti Arnheiður Andrésdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi 16:55.

Rætt var um hvernig gengið hefði að takast á við ný verkefni sem fylgja málefnum fatlaðra. Arnheiður lagði fram tillögu að nýjum reglum um liðveislu. Fjölskylduráð mun taka reglurnar til afgreiðslu á næsta fundi. Rætt var um húsnæðismál. Framundan eru viðræður við Jöfnunarsjóð um kaup eða leigu á því húsnæði sem í dag þjónar sambýlum og Fjöliðjunni. Einnig kom fram að verkefnisstjóri heimaþjónustu hefur lagt fram hugmynd að nýju búsetuúrræði. Fjölskylduráð mælir með að hugmyndin verði könnuð nánar og óskar eftir að fá að fylgjast með hvernig mál þróast. Framkvæmdastjóri fjölskyldustofu kynnti mötuneytismál Fjöliðjunnar og þá hugmynd að hádegismatur yrði keyptur að og yrði í boði fyrir alla starfsmenn Fjöliðjunnar. Fjölskylduráð felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu.

Arnheiður vek af fundi 17:38.

4.Húsnæðismál - áfrýjun

1110046

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál.

Sveinborg vek af fundi kl. 18:00.

5.FEBAN - Styrkbeiðni 2011

1109173

Erindi frá FEBAN þar sem sótt er um rekstrarstyrk vegna ársins 2012

Þar sem umsóknarfrestur samkvæmt auglýsingu er ekki útrunninn, frestar fjölskylduráð afgreiðslu umsóknarinnar.

6.Ávísun á öflugt tómstundastarf 2011

1102008

Erindi frá Dansstudioi Írisar þar sem óskað er eftir að Ávísun á öflugt tómstundastarf geti gilt vegna danskennslu sem fram fer í á vegum studiosins.

Fjölskylduráð samþykkir að heimilt sé að nota "Ávísun á öflugt tómstundastarf" sem greiðslu vegna dansnáms hjá Dansstudioi Írisar.

7.Starfshópur um félagsþjónustu

1108132

Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi skipan í Starfshóp um félagsþjónustu:

Einar Brandsson, formaður

Sigríður Kr. Gísladóttir

Sturlaugur Sturlaugsson

8.Starfshópur um íþrótta- og æskulýðsmál

1108134

Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi skipan í Starfshóp um íþrótta- og æskulýðsmál:

Þröstur Ólafsson, formaður

Jónína Víglundsdóttir

Stefán Orri Ólafsson

9.Starfshópur um skólamál

1108133

Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi skipan í Starfshóp um skólamál:

Ingibjörg Valdimarsdóttir, formaður

Ólöf Linda Ólafsdóttir

Steinunn Eva Þórðardóttir

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00