Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

68. fundur 07. júní 2011 kl. 16:00 - 18:20 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
  • Guðmundur Páll Jónsson varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Skólastyrkur - áfrýjun 2011

1105127

Afgreiðsla trúnaðarmál.

2.Húsaleigubætur - áfrýjun 2011

1105129

Afgreiðsla trúnaðarmál.

3.Erindi félagsmálastjóra

1009108

Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Pólskir innflytjendur - þjónusta

1106024

Með fundarboði fylgir bréf frá félagsmálastjóra og Akranesdeild Rauða kross Íslands.

Afgreiðsla trúnaðarmál.

5.Starfsréttindi og ráðningar í leikskólum

1104071

Á fundum fjölskylduráðs hefur verið fjallað um 9. grein um menntun og starfsréttindi kennara. Hverju sveitarfélagi er skylt að móta sér stefnu um hlutfall leikskólakennara umfram það lágmark sem lögin gera ráð fyrir.

Áheyrnafulltrúar skólanefndar mættu á fundinn kl. 17:00, Ingunn Ríkharðsdóttir áheyrnafulltrúi leikskólastjóra, Árný Örnólfsdóttir áheyrnafulltrúi starfsmanna leikskóla og Brian Marshall áheyrnafulltrúi foreldra.

Árið 2008 voru samþykkt ný lög 78/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Lögin kveða á um lögverndun starfsheitisins leikskólakennari og er í 9. grein lagana kveðið á um að að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda leikskólakennara.

Í frumvarpinu er eftirfarandi umfjöllun um ofangreinda lagagrein

Um 9. gr.

Í 1. mgr. er að finna nýmæli um mönnun í leikskólum. Gert er ráð fyrir því að 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla séu stöðugildi leikskólakennara. Þessu til viðbótar koma störf leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra, störf vegna sérkennslu, afleysinga og ræstinga og störf í eldhúsi samkvæmt mati rekstraraðila miðað við stærð leikskóla. Þetta felur jafnframt í sér að sveitarfélög eða aðrir rekstraraðilar leikskóla geta fastráðið

starfsfólk með annan bakgrunn en leikskólakennaramenntun í allt að 1/3 hluta stöðugilda sem sjá um kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla. Ekkert er því þó til fyrirstöðu að ákveðið verði að ráða leikskólakennara í þessi stöðugildi. Það verður í valdi hvers rekstraraðila að ákveða það þjónustustig og þau gæði sem hann vill bjóða íbúum sínum upp á í leikskólamálum. Í því felst jafnframt skylda sveitarstjórnarmanna til að taka afstöðu til málsins.

Einnig kemur fram eftirfarandi lögskýring með frumvarpinu

Áheyrnafulltrúar skólanefndar mættu á fundinn kl. 17:00, Ingunn Ríkharðsdóttir áheyrnafulltrúi leikskólastjóra, Árný Örnólfsdóttir áheyrnafulltrú starfsmanna leikskóla og Brian Marshall áheyrnafulltrúi foreldra.

Í leikskólum skulu að lágmarki2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla teljast til stöðugilda leikskólakennara. Ekki er gert ráð fyrir því að þetta ákvæði leiði til þess að skylt verði að segja núverandi starfsmönnum leikskóla upp störfum.

Almennt er langt í land að sveitarfélög almennt nái 2/3 viðmiðum um fjölda leikskólakennara og því hefur málið ekki verið mikið til umfjöllunar hjá sveitarfélögum landsins. Sveitarstjórn Akureyrar hefur þó markað þá stefnu að 90% starfsmanna skulu hafa leikskólakennaramenntun. Er í því tilviki horft til skilgreiningar deildarstarfa.

Fjölskylduráð Akraness hefur markað eftirfarandi stefnu:

1) Horft verði til alls starfsmannahópsins í hverjum leikskóla að undanskildum leikskólastjóra, aðstoðarleikskólastjóra og starfsfólki í eldhúsi þegar heimildir til ráðninga eru reiknaðar.

2) Leikskólastjóri hefur ákvörðunarvald til að ráða annað fagfólk en leikskólakennara til starfa þegar 2/3 hlutfalli leikskólakennara er náð.

3) Miða skal við að 75% starfsfólks leikskóla á Akranesi hafi fagmenntun sem nýtist í starfi og að lágmarki skipi leikskólakennarar 2/3 umræddra starfa. Með þessu vill Fjölskylduráð leggja metnað sinn í að standa vörð um faglegt starf leikskólanna.

4) Þessi stefnumörkun felur í sér að leikskólakennurum mun fjölga frá því sem nú er og vonandi mun hlutfall leikskólakennara hækka í þeim leikskólum þar sem hlutfallið er lægst.

5) Fjölskylduráð mun endurskoða þetta hlutfall við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2013.

Enn vantar að ráða leikskólakennara í 6 stöðugildi til að ná lágmarksákvæði laganna (67% af heildarfj.) sbr. gr. 1 og heildarfjölgun leikskólakennara og ef til vill annars starfsfólks er um 12 stöðugildi vegna 75% reglunnar en taka þarf tillit til þess að 5 stöðugildi eru skipuð öðrum fagstéttum en leikskólakennurum. Launamismunur milli stöðugildis kennara og leiðbeinenda er að meðaltali kr. 1.160. 000 á ári og því mun þessi ákvörðun hafa viðbótar útgjöld sem nema tæplega 8 milljónum á ári. En viðmiðunin er starfsmannahald skólaárið 2010-2011 og þeir kjarasamningar sem hafa verið í gildi.

Ingunn, Árný og Brian viku af fundi kl. 17:24.

6.Flóttamenn frá Írak - verkefni

1106023

Afgreiðsla trúnaðarmál.

7.starf öldrunarfulltrúa

1106015

Öldrunarfulltrúi hefur óskað eftir lausn frá störfum eftir 42 ára farsælt starf hjá Akraneskaupstað. Fjölskylduráð óskar eftir tillögu frá framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu að breyttri starfslýsingu sem taki einnig til verkefna er tengjast tilfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélga.

8.Fundargerðir 2011- skólanefndar Fjölbrautaskóla Vesturlands

1102041

Fundargerð skólanefndar FVA frá 5. apríl 2011.

Fundargerð lögð fram.

9.Sumarafleysing - beiðni um tímabundna ráðningu

1106030

Fjölskylduráði hefur borist erindi frá forstöðumanni Fjöliðjunnar þar sem óskað er eftir heimild til að ráða starfsmann í þrjá mánuði vegna sumarafleysinga.

Guðmundur Páll vek af fundi meðan málið var tekið fyrir. Fjölskylduráð mælir með því við bæjarráð að veitt verði heimild til að ráða starfsmann tímabundið í þrjá mánuði vegna sumarafleysinga í Fjöliðjunni.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00