Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

63. fundur 29. mars 2011 kl. 16:00 - 18:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
 • Guðmundur Páll Jónsson varaformaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
 • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
 • Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi
 • Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagserindi - áfrýjun 2011

1102343

Sveinborg L. Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál.

2.húsaleigubætur - áfrýjun

1103114

Sveinborg L. Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram erindi. Áfrýjun vegna afgreiðslu umsókna um húsaleigubætur. Afgreiðsla trúnaðarmál.

3.húsaleigubætur - áfrýjun

1103116

Sveinborg L. Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram erindi. Áfrýjun vegna afgreiðslu umsókna um húsaleigubætur. Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Styrktarumsókn

1103060

Bæjarráð vísaði bréfi frá Hirti Grétarssyni og Bjarna T. Álfþórssyni til umsagnar Fjölskylduráðs en erindi þeirra er að bjóða Akraneskaupstað að gerast stofnaðili að Specialisterne og greiða framlag sem nemur kr. 50 fyrir hvern íbúa á Akranesi. Markmið Specialisterne er að greina styrkleika einstaklinga á einhverfurófi og kenna þeim síðan og þjálfa til virkrar atvinnuþátttöku. Fjölskylduráð hafnar erindinu.

5.Afsláttarkort vegna liðveislu

1103109

Tómas Guðmundsson verkefnastjóri Akranesstofu og Arnheiður Andrésdóttir þroskaþjálfi hafa unnið að gerð aðgangskorts fyrir þá sem sjá um liðveislu og persónulega ráðgjöf barna. Kortið gildir í stofnunum Akraneskaupstaðar. Fjölskylduráð fagnar þessu framtaki. Fjölskylduráð telur rétta að leita eftir samþykki ÍA fyrir útgáfu aðgangskorts að íþróttaaðstöðunni fyrir tiltekinn hóp. Félagsmálastjóri mun taka málið upp að nýju á næstu vikum.

6.Fjárhagsstaðar stofnana 2011

1103148

Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi lagði fram tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoðar í janúar og febrúar - samanburður milli áranna 2010 og 2011. Töluverð útgjaldaaukning hefur verið milli ára eða 83,3% hækkun. Fjölskylduráð óskar eftir samantekt með nánari skýringum á þessari aukningu.

7.Styrkir til langveikra barna og barna með ADHD greiningu.

1103050

Akraneskaupstaður hefur fengið svar við styrkumsókn þar sem sótt var um styrk vegna ýmissa verkefna sem tengjast langveikum börnum og börnum með ADHD og ADD greiningu. Verkefnisstjórnin samþykkti styrk að upphæð kr. 2.605.000 til verkefnanna. Fjölskylduráð fagnar þessum styrk.

8.Stefnumótun Fjölskyldustofu

1101177

Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri sagði frá vinnu við stefnumótun Fjölskyldustofu. Undirbúningur er hafinn við fjölskyldustefnu Akraneskaupstaðar sem inniheldur skólastefnu, mannréttindastefnu og forvarnarstefnu. Björk Ólafsdóttir verkefnisstjóri Samband íslenskra sveitarfélaga veitti Fjölskydustofu ráðgjöf um vinnuna framundan. Óskað er eftir hálfum skipulagsdegi í ágúst til viðbótar þeim sem fyrir eru í leikskólunum. Stefnt er að því að nýta skipulagsdaginn til stefnumótunarvinnu með starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla. Fjölskyduráð heimilar hálfan skipulagsdag í leikskólum í ágúst 2011.

9.Niðurskurður í skólum

1103124

Fjölskylduráði hefur borist bréf frá Umboðsmanni barna þar sem hann skorar á sveitarfélög að endurskoða tillögur um niðurskurð og hagræðingu í skólakerfinu og hafa í huga að hagsmunir barna eiga ávallt að ganga framar fjárhagslegum hagsmunum sveitarfélaga. Bréfið lagt fram.

10.Landsmót UMFÍ 50

1102170

Á fundi fjölskylduráðs í lok janúar var framkvæmdastjóra falið að kanna hver kostnaður gæti verið við að koma frjálsíþróttaaðstöðu sem er fullnægjandi til að halda unglingalandsmót. Samkvæmt mati Þorvaldar Vestmann getur kostnaður numið allt frá 50.000.000.- Fjölskylduráð telur ekki tilefni til að óska eftir að halda landsmót á næstu árum eins og staðan er í dag.

11.Niðurskurður sem bitnar á börnum

1103017

Fjölskylduráði hefur borist bréf frá Umboðsmanni barna þar sem fjallað er um niðurskurð sem bitnar á börnum og sveitarfélög hvött til að gæta hagsmuna barna þegar ákvarðanir um niðurskurð eru teknar. Bréfið lagt fram.

12.Ályktun mótmælafundar "Samstaða um framhald tónlistarskólanna"

1102315

Fjölskylduráði hefur borist bréf frá Félagi tónlistarskólakennara, Félagi ísl hljómlistamanna, Samtökum tónlistarskólastjóra og tónlistarnemendum þar sem mótmælt er niðurskurði til tónlistarskóla. Bréfið lagt fram.

13.Skagaforeldrar

1101123

Bréf Skagaforeldra dags. 9.3.2011, þar sem óskað er eftir að fá áheyrnarfulltrúa á fundum fjölskylduráðs þegar fjallað er um grunn- og leikskólamál. Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir að tilnefning áheyrnarfulltrúa foreldra í skólanefnd verði skoðuð í heild sinni.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00