Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

83. fundur 24. janúar 2012 kl. 16:30 - 18:35 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Langtímaveikindi starfsmanna 2012 - ráðstöfun fjármuna

1112142

Bréf bæjarstjóra sem sent í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2012 þar sem upplýst er um að kr. 10.450.000 er ráðstafað til að mæta langtímaveikindum starfsmanna Akraneskaupstaðar á árinu 2012.

Lagt fram.

2.Búnaðar- og áhaldakaup 2012 - ráðstöfun fjármuna.

1112141

Bréf bæjarstjóra sem sent í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2012 þar sem upplýst er um að kr. 10.733.000 sem ætlað er til endurnýjunar tækja og áhalda hjá stofnunum Akraneskaupstaðar.

Lagt fram.

3.Félagsleg úrræði 2012 - framlag

1112143

Bréf bæjarstjóra þar sem upplýst er um að kr. 6.572.000 er ráðstafað til reksturs Endurhæfingarhússins Hver, til atvinnumála fatlaðs fólks kr. 2.090.000 og til Búkollu kr. 1.500.000. Fjölskylduráð felur framkvæmdarstjóra Fjölskyldustofu að óskað eftir greinargerð um starfsemina á árinu 2011 og áætlanir og horfur fyrir árið 2012, þar með möguleikum á að afla verkefnunum stuðnings frá sjóðum og samstarfsaðilum. Greinargerðin liggi fyrir svo fljótt sem verða má en eigi síðar en 1. mars 2012.

4.Vinnuskóli Akraness 2012 - framlag

1112147

Bréf bæjarstjóra þar sem tilkynnt er um bókun bæjarstjórnar frá 17. janúar 2012. En þar segir m.a.að gert sé ráð fyrir kr. 45.355.000 til reksturs vinnuskólans. Bæjarstjórn óskar eftir að fjölskylduráð tilnefni einn fulltrúa í starfshóp sem á að taka reksturinn til umfjöllunar, tilgang hans og fyrirkomulag. Niðurstöður starfshópsins eiga að liggja fyrir eigi síðar en 1. apríl 2012.

Fjölskylduráð tilnefnir Svölu Hreinsdóttur verkefnisstjóra Fjölskyldustofu í þennan starfshóp.

5.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2012 - úrvinnsla

1112156

Bréf bæjarstjóra þar sem kynnt er bókun sem gerð var við samþykkt fjárhagsáætlun 2012. "Framkomnum tillögum frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins sem haldinn var 29. nóvember 2011 er vísað til umfjöllunar og úrvinnslu hjá Fjölskyldu- og Framkvæmdaráðum.

Fjölskylduráð felur Heiðrúnu Janusardóttur verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála að draga saman þau atriði sem tilheyra fjölskylduráði og vinna úr þeim tillögur og leggja fyrir fjölskylduráð.

6.Fjárhagsáætlun 2012 Fjölskyldustofa - niðurskurður

1201203

Um leið og fjárhagsáætlun 2012 var samþykkt var gerð hagræðingarkrafa 1-3% vegna rekstrarkostnaðar. Áætlunum um hagræðingu þarf að skila til bæjarráðs eigi síðar en 24. febrúar.

Umræður um þá möguleika sem eru í stöðunni í dag. Fjölskylduráð felur framkvæmdarstjóra að gera tillögur í samvinnu við stjórnendur um hægræðingu.

7.Ávísun á öflugt tómstundastarf 2012

1201157

Í ljósi þess að Íþróttabandalag Akraness er að taka upp nýtt samskiptakerfi - hugbúnað á netinu þar sem foreldrar skrá börn til þátttöku í íþróttastarfi og ganga frá greiðslu æfingagjalda þá verður tekið upp nýtt fyrirkomulag vegna tómstundastyrks Akraneskaupstaðar sem á undanförnum árum hefur falist í heimsendingu "Ávísunar á öflugt tómstundastarf"

Fjölskylduráð leggur áherslu á að Íþróttabandalagið hugi að öðrum innheimtuleiðum gagnvart þeim foreldrum sem ekki geta lagt út fyrir æfingagjöldum eins og nýja kerfið gerir ráð fyrir. Fjölskylduráð óskar eftir að fá að fylgjast með framvindu málsins.

8.Hádegisverður

1201156

Í undirbúningi er að bjóða öllum starfsmönnum Fjöliðjunnar, bæði á vernduðum vinnustað og hæfingunni upp á að kaupa hádegisverð á vinnustaðnum. Gert er ráð fyrir að gera þriggja mánaða tilraun þar sem matreiðsla fer fram í leikskólanum Akraseli með aðstoð starfsmanns Fjöliðjunnar.

Fjölskylduráð samþykkir að gera þessa þriggja mánaða tilraun frá og með 1. febrúar nk. og samþykkir jafnfram tillögu framkvæmdarstjóra Fjölskyldustofu um að verðleggja hverja máltíð kr. 450. Fjölskylduráð óskar eftir greinargerð að tveimur mánuðum liðnum.

Fundi slitið - kl. 18:35.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00