Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

106. fundur 29. janúar 2013 kl. 16:30 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Þröstur Þór Ólafsson formaður
 • Dagný Jónsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
 • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2013

1212146

Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum 11. desember 2013 að gjaldskrár Akraneskaupstaðar skyldu hækka um 4,5 % af jafnaði. Laufey Jónsdóttir hefur gert breytingar á gjaldskrá vegna félagslegrar heimaþjónustu þar sem tekið er mið af þessum forsendum. Tillaga að nýrri gjaldskrá fylgir fundarboði.

Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri heimaþjónustu mætti á fundinn kl. 16:30. Fjölskylduráð samþykkir nýja gjaldskrá sem tekur gildir frá 15. janúar 2013.

2.Búseta

1301231

Laufey lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

3.Notendastýrð persónuleg aðstoð o.fl.

1208132

Laufey lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál. Laufey vék af fundi kl. 17:44.

4.Bakvaktir barnaverndar

1209132

Hrefna Rún Ákadóttir félagráðgjafi og Ingibjörg Gunnarsdóttir félagsráðgjafi mættu á fundinn kl. 17:44. Ingibjörg Gunnarsdóttir gerði grein fyrir bakvöktum á árinu 2012. Fjölskylduráð felur Helgu að ræða við starfsmenn sem sinna bakvöktum og kynna niðurstöður á næsta fundi.

5.Sérstakar húsaleigubæutr

1301389

Akraneskaupstaður auglýsti eftir umsóknum um sérstakar húsaleigubætur. Umsóknarfrestur rann út 17. janúar.

Ingibjörg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 18:08. Hrefna Rún Ákadóttir gerði grein fyrir fjölda umsókna og úrvinnslu þeirra í samræmi við breytt verklag.

6.Greining á framfærslu 2012

1301390

Unnin hefur verið samantekt vegna framfærslu árið 2012.

Hrefna kynnti samantektina fyrir fjölskylduráði.

7.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun

1301409

Sveinborg Kristjánssdóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

Sveinborg og Hrefna Rún viku af fundi kl. 18:38.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00