Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

57. fundur 18. janúar 2011 kl. 16:30 - 18:25 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV) formaður
  • Guðmundur Páll Jónsson (GPJ) varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson (ÞÞÓ) aðalmaður
  • Einar Brandsson (EB) áheyrnarfulltrúi
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
  • Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Ekron - kynning á starfseminni fyrir Fjölskyklduráði 18. janúar 2011

1101121

Sigurlaug Ragnarsdóttir ráðgjafi og Hjalti Kjartansson framkvæmdarstjóri frá Ekron atvinnutengdriendurhæfingu komu á fundinn og kynntu starfsemi Ekron, viku síðan af fundi um 17:00.

2.Stofnun foreldrafélags 26.jan 2011

1101123

Fyrirhugað er að stofna foreldrafélag 26. janúar en þar munu foreldrar leik-, grunn- og framhaldsskóla sameinast í einu félagi.

Fjölskylduráð fagnar stofnun foreldrafélagsins og óskar því velfernaðar í starfi.

3.Fjárhagserindi - Áfrýjun 2011

1101128

Sólveig Sigurðardóttir lagði fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál og færð í trúnaðarbók.

4.Liðveisla - áfrýjun

1101130

Sveinborg Kristjánsdóttir lagði fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál og færð í trúnaðarbók.

5.Fjárhagserindi - áfrýjun

1101129

Sveinborg Kristjánsdóttir lagði fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál og færð í trúnaðarbók.

6.Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

1101026

Bréf frá velferðarráðherra lagt fram en í bréfinu koma fram tilmæli til sveitarstjórnar um tryggja að einstaklingar hafi sambærilega fjárhæð og atvinnuleysisbætur til framfærslu á mánuði. Efni bréfsins rætt. Ákvörðun frestað.

7.Vinir lífsins tilboð um námskeiðahald janúar 2011

1101122

Pétur Guðjónsson hefur lagt fram hugmynd að námskeiði sem stæði ungum Akurnesingum til boða.

Fjölskylduráð telur ekki tímabært að standa að slíku námskeiði.

8.Umönnunargreiðslur

1004075

Fjölskylduráð fór yfir tillögur að breytingum á reglum um umönnunargreiðslum. Fjölskylduráð leggur til að heiti reglnanna verði breytt í Reglur um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum. Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur og eru eldri reglur um umönnunargreiðslur felldar úr gildi.

9.Gjaldskrár Fjölskyldustofu

1006101

Með fundargögnum fylgir samanburður á leikskólagjöldum Akraneskaupstaðar við stærstu sveitarfélögin

Umræða um gjaldskrár Fjölskyldustofu.

Fundi slitið - kl. 18:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00