Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

62. fundur 15. mars 2011 kl. 16:00 - 18:40 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
 • Guðmundur Páll Jónsson varaformaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
 • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
 • Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi
 • Hjördís Garðarsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Drekaslóð - miðstöð

1102317

Óskað er eftir leyfi fjölskylduráðs til að gera samning við Drekaslóð, nýja þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra. Um er að ræða 6 mánaða samning og er kostnaður kr. 62.000 á mánuði eða kr. 372.000 fyrir allt tímabilið.
Sveinborg L. Kristjánsdóttir félagsmálastjóri og Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi mættu á fundinn kl. 16:00. Fjölskylduráð samþykkir þessa beiðni. Samningur kveður á um að fulltrúar Drekaslóðar verða með viðveru 4 klst. á viku. Viðtalsbeiðnir eiga að beinast til Drekaslóðar Borgartúni 3, 105 Reykjavík, sími 5515511 / 8603358 drekaslod@drekaslod.is

2.Fjárhagserindi - áfrýjun

1103062

Sveinborg L. Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram erindi, áfrýjun vegna afgreiðslu fjárhagsaðstoðar. Afgreiðsla trúnaðarmál.

3.Húsaleigubætur - áfrýjun 2011

1103063

Sveinborg L. Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram erindi, áfrýjun vegna afgreiðslu húsaleigubóta. Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.

1103072

Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi lagði fram erindi, áfrýjun vegna afgreiðslu fjárhagsaðstoðar. Afgreiðsla trúnaðarmál.

5.Fjárhagserindi - Áfrýjun 2011

1101128

Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi lagði fram erindi, áfrýjun vegna afgreiðslu fjárhagsaðstoðar. Afgreiðsla trúnaðarmál.

6.Fjárhagserindi - Áfrýjun 2010

1012124

Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi lagði fram erindi, áfrýjun vegna afgreiðslu fjárhagsaðstoðar. Afgreiðsla trúnaðarmál.

7.Málefni fatlaðra samstarfssamningur Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar

1102105

Fjölskylduráð samþykkir samninginn.

8.Málefni grunnskóla 2011-2012

1103067

Kl. 17:00 mættu á fundinn Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla og Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla. Auk þess áheyrnafulltrúar, Friðbjörg Sigvaldadóttir varafulltrúi foreldra skólabarna í Grundaskóla, Brynhildur Björnsdóttir fulltrúi foreldra skólabarna í Brekkubæjarskóla og Ásta Egilsdóttir fulltrúi kennara Grundaskóla.

Hrönn fór yfir skipulag og stjórnskipulag Grundaskóla. Auk annarra verkefna í skólanum sem ekki eru sameiginleg með Brekkubæjarskóla eru comeníusarverkefni og gagnvirkur lestur. Fjöldi nemenda er 580, starfsfólk um 85.

Arnbjörg fór yfir skipulag og stjórnskipulag Brekkubæjarskóla. Tilraun var gerð með að bjóða frítt upp á hafragraut að morgni í marsmánuði. Tilraunin hefur reynst vel en það eru um 60 nemendur að mæta. Fjöldi nemenda 420, starfsfólk um 80. Sjá nánar á heimasíðu Akraneskaupstaðar - skólar - útgefið efni- skólastarf í tölum.

Ýmsar kannanir eru lagðar fyrir í skólunum s.s. mötuneytiskönnun, líðan könnun nemenda og foreldrakönnun.

Báðir skólarnir eru í þróunarverkefni í tengslum við námsmat (Brekkubæjarskóli á 2 ári og Grundaskóli á 1 ári) og mótun lestrarstefnu. Önnur sameiginleg verkefni eru Byrjendalæsi, Orð af orði, 6 1 trait ritunaráhersla og ungir-gamlir verkefnið.

9.Skóladagatal 2011-2012

1103066

Tillögur að skóladagatali grunnskólanna skólaárið 2011-2012. Búið er að leggja tillöguna fyrir skólaráð beggja skólanna. Kennsludagar eru 179 auk einn dagur sem talinn er kennsludagur sem er tengdur vinnu við árshátíðarundirbúning og sýningar. Alls eru kennsludagar 180. Fimm skipulagsdagar eru á skólaárinu og þriggja daga vetrarfrí. Fjölskylduráð staðfestir skóladagatal grunnskóla Akraneskaupstaðar fyrir skólaárið 2011-2012.

10.Ályktun mótmælafundar "Samstaða um framhald tónlistarskólanna"

1102315

Afgreiðslu frestað til næsta fundar 30. mars.

11.Niðurskurður sem bitnar á börnum

1103017

Afgreiðslu frestað til næsta fundar 30. mars.

Fundi slitið - kl. 18:40.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00