Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

114. fundur 16. apríl 2013 kl. 16:30 - 17:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1304001

María Davíðsdóttir starfsmaður félagsþjónustu mætti á fundinn kl. 16:30.

Hrefna Ákadóttir lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

Hrefna og María viku af fundi kl. 16:38.

2.Rannsókn á högum og líðan ungs fólks í grunn- og framhaldsskólum Akraneskaupstaðar

1304087

Gerður hefur verið samningur til þriggja ára um kaup á niðurstöðum Rannsóknar og greiningar. Um er að ræða niðurstöður á könnunum meðal nemenda í 8. - 10. bekk og einnig í 5.- 7. bekk árið 2014.

Lagt fram.

3.Kennarasamband Íslands - athugasemdir

1304079

Bréf frá formanni KÍ þar sem ummæli bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi 12. mars sl. eru gerð að umtalsefni.

Fjölskylduráð vísar í bókun frá fundi sínum 19. mars sl. þar sem m.a. var fjallað um Aðgerðaráætlun gegn einelti og verklag henni tengt. Fjölskylduráð lýsir fullu trausti til starfsfólks skólanna á Akranesi.

4.Starf félagsráðgjafa - 100% afleysing

1302138

Auglýst var afleysingarstaða félagsráðgjafa þar sem Hrefna Rún Ákadóttir fer í fæðingarorlof í maí.

Alls bárust 7 umsóknir en ákveðið var að ráða Sólveigu Sigurðardóttur, félagsráðgjafa í stöðuna.

5.Keilufélag Akraness - endurnýjun á rekstrarsamningi

1304094

Borist hefur bréf frá Keilufélagi Akraness þar sem leitað er eftir viðhorfi fjölskylduráðs til nýs samnings við Keilufélagið en núverandi samningur rennur út um næstu áramót

Fjölskylduráð mælir með að samningurinn verði endurnýjaður í árslok.

6.Stjórnskipulagsbreytingar.

1302096

Bæjarstjórn hefur samþykkt ýmsar breytingar á stjórnsýslu sveitarfélagsins. Ein þeirra snýr að nafnabreytingu á sviðum bæjarins. Fjölskyldustofa heitir eftir breytinguna, Fjölskyldusvið.

Framkvæmdastjóra falið að kynna þessa breytingu fyrir þeim sem málið varðar.

Fundi slitið - kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00