Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

126. fundur 15. október 2013 kl. 16:30 - 21:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Dagný Jónsdóttir formaður
 • Þröstur Þór Ólafsson varaformaður
 • Sveinn Kristinsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir Verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Starfsáætlun TOSKA 2013-2014

1310072

Á fundinn mættu áheyrafulltrúar skólastjórnenda grunnskóla og tónlistarskóla, Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla, Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla, Lárus Sighvatsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi, Borghildur Birgisdóttir og Laufey Karlsdóttir áheyrnafulltrúar starfsmanna grunnskóla og Ása Helgadóttir áheyrnafulltrúi Hvalfjarðarsveitar vegna málefna Tónlistarfskólans á Akranesi.

Lárus fór yfir starfsemi og áherslur skólaársins í 2013-2014 Tónlistarskólanum á Akranesi.

Lárus og Ása viku af fundi kl. 17:00.

2.Starfsáætlanir grunnskóla 2013-2014

1309208

Skólastjórnendur grunnskóla fóru yfir starfsemi og áherslur skólaársins 2013-2014. Starfsáætlanir voru lagðar fram og verða birtar á heimasíðum skólanna. Laufey vék af fundi kl. 17:36.

3.Skólastarf í tölum 2013-2014

1309054

Farið var yfir tölulegar upplýsingar um skólahald haustið 2013.

4.Ytra mat á grunnskólum - Brekkubæjarskóli

1302117

Síðastliðið vor kom tveggja manna matsteymi Námsmatsstofnunar og gerði ytra mat á starsemi Brekkubæjarskóla. Þrír matsþættir eru þungamiðja í matinu: Stjórnun, nám og kennsla og innra mat. Að ósk stjórnenda Brekkubæjarskóla var einnig óskað eftir mati á skólabrag. Námsmatsstofnun hefur nú skilað skýrslu um ytra mat á Brekkubæjarskóla.

Farið var yfir niðurstöður ytra mats og þær ræddar. Fjölskylduráð óskar Brekkubæjarskóla til hamingju með mjög jákvæðar niðurstöður. Skólinn mun leggja fram umbótaáætlun sem tekin verður fyrir á fundi fjölskylduráðs. Niðurstöður ytramats verða aðgengilegar á heimsíðu skólans.

5.Skólaþing sveitarfélag 2013

1310075

Skólaþing sveitarfélaga verður haldið á Hilton Nordica hótelinu 4. nóvember nk. og hefst kl. 8:30 með skráningu þátttakenda. Dagskrá hefst kl. 9:00 með erindi Halldórs Halldórssonar, formanns sambandsins, og lýkur kl. 16:30.
Skólaþingið er ætlað sveitarstjórnarmönnum, skólaskrifstofum, skólanefndum og fulltrúum skólastjórnenda, kennara og foreldra auk annarra áhugasamra um skólahald og skólarekstur sveitarfélaga.

Lagt fram.

6.Umferðarforvarnir - umsókn um styrk

1309154

Borist hefur umsókn um styrk til að fara með fræðslu í 10. bekki grunnskólanna á Akranesi. Fræðslan snýr að forvörnum í umferðinni.

Fjölskylduráð felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra að útfæra fræðsluna í 10. bekk í grunnskólunum á Akranesi í samvinnu við skólastjórnendur.

Arnbjörg, Borghildur og Hrönn viku af fundi kl. 19:00.

7.Fjárhagsáætlun 2014- fjölskyldusvið

1309172

Fjárhagsáætlunargerð vegna ársins 2014 stendur nú yfir. Forstöðumenn verkefna og stofnana hafa að undanförnu farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar. Ekki er hægt að fjalla um fjárhagsáætlun vegna málefna fatlaðra fyrr en upplýsingar um fjárveitingar frá Jöfnunarsjóði liggja fyrir. Vonast er til að þær upplýsingar berist í byrjun nóvember.

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri mætti á fundinn kl. 19:00 og fór yfir fjármálfélagsþjónustunnar. Svala og Sveinborg viku af fundi kl. 20:00. Fjölskylduráð fór yfir framkomnar beiðnir og tillögur og framkvæmdastjóra falið að koma niðurstöðum á framfæri bæjarráð.

Fundi slitið - kl. 21:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00