Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

59. fundur 15. febrúar 2011 kl. 15:30 - 18:25 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
 • Guðmundur Páll Jónsson varaformaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
 • Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Fjölskylduráð - starfshættir 2010-2014

1006100

Fjölskylduráð mun heimsækja þær stofnanir sem heyra undir ráðið og mun hefja fundinn á heimsókn í Fjöliðjuna.

Fjölskylduráð þakkar góðar móttökur og kynningu á starfsemi Fjöliðjunnar.

2.Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

1101026

Fjölskylduráð samþykkir að hækka framfærslu sem nemur hækkun neysluvísitölu eins og áður og gildir hækkunin frá 1. mars 2011.

3.Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

1101026

Kynning á tölfræði fjárhagsaðstoðar félagsþjónustunnar árið 2010.

Sólveig Sturlaugsdóttir fór yfir ýmsa tölfræði sem tengist framfærslu árið 2010

4.Unglingalandsmót 2013 og 2014

1102009

Stjórn UMFÍ hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 16. Unglingalandsmóts sem haldið verður um verslunarmannahelgina 2014.

Fjölskylduráð telur áhugavert að unglingalandsmót verði haldið á Akranesi 2014 en kanna þarf áhuga Skipaskaga og stjórn ÍA. Einnig þarf að hugað að lágmarksaðstöðu og hve kostnaðarsamt það er að koma þeirri aðstöðu upp.

5.Námskeið fyrir sveitarstjónarfulltrúa og starfsmenn félagsþjónustu

1102069

Samband íslenskra sveitarfélaga gengst fyrir námskeiðum fyrir kjörna sveitarstjórnarfulltrúa í félagsmálanefndum og starfsmenn félagsþjónustu. Námskeiðið er haldið á 8 stöðum á landinu og geta fulltrúar í fjölskylduráði sótt námskeið í Borgarnesi föstudaginn 18. mars kl. 13-18 eða á höfuðborgarsvæðinu 13. apríl.

Lagt fram.

6.Námskeið fyrir skólanefndir

1102070

Samband íslenskra sveitarfélaga gengst fyrir námskeiði fyrir skólanefndir í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóla. Námskeið sem fjölskylduráð getur sótt er haldið í Borgarnesi 8. apríl kl. 13 - 17:30 eða í Reykjavík 6. maí.

Lagt fram.

7.Fjárhagserindi - Áfrýjun 2011

1102064

Beiðni um aðstoð við greiðslu tryggingar á húsaleigu.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

8.Fjárhagserindi - Áfrýjun 2011

1102063

Beiðni um undanþágu á lögheimiliskilyrði fyrir sérstakar húsaleigubætur.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

9.Fjárhagserindi - áfrýjun

1102087

Beiðni um niðurgreiðslu á sérfræðiþjónustu og aðstoð við greiðslu gleraugnakostnaðar.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 18:25.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00