Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

100. fundur 05. nóvember 2012 kl. 16:00 - 17:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri heimaþjónustu
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Málefni aldraðra - skipan starfshóps

1203023

Fjölskylduráð ákvað á fundi 15. maí 2012 að skipaður yrði starfshópur sem skoða skyldi þjónustu við eldri borgara á Akranesi í framtíðinni. Fjölskylduráð skipaði Steinunni Sigurðardóttur formann starfshópsins, Helga Atladóttir var tilnefnd f.h. Höfða - dvalar- og hjúkrunarheimili, Hallveig Skúladóttir var tilnefnd f.h. HVE og Laufey Jónsdóttir f.h. Akraneskaupstaðar. Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri Fjölskyldustofu vann með hópnum og sá um skýrsluskrif.

Á fundinn mætti Steinunn Sigurðardóttir formaður starfshóps sem fjölskylduráð skipaði til að skoða þjónustu við aldraða á Akranesi. Steinunn kynnti vinnu starfshópsins, helstu tillögur hans og ábendingar. Nokkrar umræður urðu um efni skýrslunnar. Fjölskylduráð þakkar starfshópnum fyrir velunna skýrslu sem mun nýtast við mótun þjónustu við aldraða. Fjölskylduráð samþykkir að boða til kynningarfundar um skýrsluna 21. nóvember n.k. kl. 16:00. Skýrsluna má sjá í heild sinni á heimasíðu Akraneskaupstaðar - útgefið efni.

Fundi slitið - kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00