Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

129. fundur 03. desember 2013 kl. 16:30 - 18:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Dagný Jónsdóttir formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson varaformaður
  • Sveinn Kristinsson aðalmaður
  • Anna María Þórðardóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsaðstoð 2014

1311087

Greining á fjárhagsaðstoð sem veitt hefur verið á árinu 2013.

Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi lagði fram greiningu á þeim sem hafa verið á fjárhagsaðstoð á árinu 2013. Af þeim sem hafa verið á fjárhagsaðstoð eru 50%, á aldrinum 30 ára og yngri. Mánaðarleg upphæð sem veitt hefur verið í fjárhagsaðstoð hefur lækkað eftir því sem liðið hefur á árið.

Samvinna er milli félagsþjónustunnar og Vinnumálastofnunar um aðstoð og virkni þeirra sem fá fjárhagsaðstoð hjá Akraneskaupstað.

2.Samvinna barnaverndar og lögreglu des 2013

1312008

Unnið hefur verið að samkomulagi og verklagi í kringum samvinnu lögreglu og starfsmanna sem sinna bakvaktarþjónustu í barnaverndarstarfi

Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi kynnti samvinnuverkefni barnaverndar Akraneskaupstaðar og lögreglunnar á Akranesi í tengslum við heimilisofbeldismál.

Sólveig og Ingibjörg viku af fundi kl. 17:20.

3.Gjaldskrá heimaþjónustu - tillaga

1211157

Umfjöllun um gjaldskrá heimaþjónustu var frestað á síðasta fundi fjölskylduráðs

Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri félagslegrar heimaþjónustu mætti á fundinn kl. 17:20.

Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð að gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu og tekjuviðmiðið verði hækkuð um 3% frá 1. febrúar 2014.

4.Heimsendur matur - tillaga að fyrirkomulagi

1310215

Auglýst var eftir nýjum aðila til að sjá um heimsendingu matar til aldraðra. Umsóknarfrestur er liðinn og verkefnastjóri heimaþjónustu og félagsmálastjóri hafa rætt við alla umsækjendur.

Laufey og Sveinborg kynntu umsækjendur. Fjölskylduráð felur þeim að ganga frá ráðningu í samræmi við þeirra tillögur að ráðningu aðila í starfið.

Laufey vék af fundi kl. 17:53.

5.Fjárhagsáætlun 2014- fjölskyldusvið

1309172

Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs lagði fram minnisblað um nokkra þætti í fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar.

Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð að millifæra upphæð kr. 5 milljónir frá áætlaðri fjárhagsaðstoð ársins 2014 til Skagastaða ef Vinnumálastofnun leggur fram mótframlag.

Fjölskylduráð leggur til að á fyrstu mánuðum ársins 2014 verði leitað eftir samningum við Virk til að halda áfram þjónustu við þá sem njóta starfsendurhæfingar.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti framkomna fjárhagsáætlun vegna málaflokks fatlaðra fyrir árið 2014.

6.Mæðrastyrksnefnd - styrkbeiðni

1311110

Bæjarráð vísaði ósk Mæðrastyrksnefndar um fjárstuðning til umfjöllunar í fjölskylduráði

Mæðrastyrksnefnd óskar eftir styrk að upphæð kr. 300.000.

Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð að styrkurinn verði veittur í formi úttektarkorta. Mæðrastyrktsnefnd skal skila um miðjan febrúar 2014 yfirliti um hvernig staðið hafi verið að jólaúthlutun í desember 2013 og ársreikningi verði skilað inn á árinu 2014 til bæjarráðs.

Sveinborg vék af fundi kl. 18:40.

7.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2013

1311092

Málinu frestað til fyrsta fundar á árinu 2014.

Fundi slitið - kl. 18:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00