Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

66. fundur 03. maí 2011 kl. 16:00 - 17:20 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
  • Guðmundur Páll Jónsson varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
  • Eydís Aðalbjörnsdóttir Varaáheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Sumar og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna

1104054

Erindi þetta var lagt fyrir 65. fund fjölskylduráðs en málsnúmer var rangt og því er erindið lagt fyrir að nýju til staðfestingar. Bréf hefur borist til fjölskyldustofu þar sem upplýst er um að umsóknir um sumardvöl hafa borist vegna fatlaðra einstaklinga sem eiga lögheimili á Akranesi. Reiknað er með að sveitarfélög sem taka þátt í verkefninu greiði kr. 40.900 fyrir hverja viku. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra óskar eftir að Akraneskaupstaður staðfesti þátttöku í verkefninu en nú þegar liggja fyrir umsóknir um 5 vikur.

Fjölskylduráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.

2.Sumarnámskeið 2011

1104045

Undanfarin ár hefur Akraneskaupstaður samið við Skátafélag Akraness um að Skátafélagið haldi sumarnámskeið fyrir börn 6 - 10 ára. Búið er að ganga frá samningi vegna sumarsins 2011 og fylgir samningur með fundarboðinu.

Samningurinn lagður fram.

3.Úttektir á leik- og grunnskólum

1008113

Í febrúar sl. skilaði mennta- og menningarmálaráðuneytið "Niðurstöðum úttektar á leikskólanum Garðaseli". Í niðurstöðum kemur fram að mjög faglegt starf fer fram í Garðaseli og styrkleikar leikskólans felast m.a. .."í heilsustefnu skólans, góðri stjórnun og skýrri verkaskiptingu, öflugu þróunarstarfi, faglegri umræðu um skólastarfið, háu hlutfalli réttindakennara og góðu samstarfi við foreldra." Í niðurstöðum kemur einnig fram að útbúa þarf skólastefnu fyrir Akraneskaupstað, endurskoða reglulega vinnuferla, þátttöku barna í mati á skólastarfi þarf að auka og að skólanámskrá þarf að endurskoða með tilliti til nýrra laga.

Á fundinn mættu kl. 16:20 áheyrnafulltrúar leikskóla, Ingunn Ríkharðsdóttir fulltrúi skólastjórnenda, Árný Örnólfsdóttir og Brian Marshall fulltrúi foreldra.

Fjölskylduráð lýsir ánægju sinni með þessa úttekt og óskar Garðaseli til hamingju með niðurstöður. Aðrir leikskólar Akraneskaupstaðar munu nýta sér þessa vinnu sem unnin var í tengslum við þessa úttekt.

4.Uppsögn á starfi

1104109

Í bréfi dagsettu 30.04.2011 frá Guðbjörgu Gunnarsdóttur, leikskólastjóra Teigaseli, segir hún starfi sínu lausu og mun láta af störfum 31. júlí 2011.

Fjölskylduráð þakka Guðbjörgu fyrir vel unnin störf og óskar henni velfernaðar á nýjum vettvangi. Fjölskylduráð felur framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu að auglýsa eftir leikskólastjóra í Teigaseli sem fyrst.

5.Starfsréttindi og ráðningar í leikskólum

1104071

Á 65. fundi fjölskylduráðs var lagt fram bréf frá leikskólakennurum á Akranesi þar sem óskað var eftir að haft yrði samráð við leikskólakennara áður en ákvörðun yrði tekin um hlutfall fagfólks umfram það sem lög um leikskóla kveða á um. Trúnaðarmenn munu mæta á fund fjölskylduráðs.

Á fundinn mættu kl. 16:45 Ragnheiður Ragnarsdóttir, Gerður Helga Helgadóttir, Sigríður Ása Bjarnadóttir og Hrefna Ingólfsdóttir trúnaðarmenn leikskólakennara á Akranesi.

Trúnaðarmenn leikskóla leggja áherslu á að Akraneskaupstaður sporni ekki við ráðningu leikskólakennara í leikskólum bæjarins. Óska eftir að það hlutfall sem Akraneskaupstaður setur sem viðmið við ráðningu fagfólks í leikskólum, umfram það sem kveðið er á í lögum, verði eingöngu gert ráð fyrir ráðningu leikskólakennara í þau störf. Vildu einnig benda á að niðurstöður Capacent á þjónustu sveitarfélaga hafi sýnt fram á mjög jákvæða niðurstöður í þjónustu leikskóla Akraneskaupstaðar.

Fjölskylduráð mun taka ákvörðun á næsta fundi ráðsins um hlutfall fagfólks í leikskólum umfram það sem lögin segja til um. Ráðið þakkar trúnaðarmönnum fyrir góðar ábendingar.

Fundi slitið - kl. 17:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00