Félagsmálaráð (2002-2008)
770. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, mánud. 6. okt. 2008 og hófst hann kl. 16:00.
Mættir voru:            Tryggvi Bjarnason, formaður
                                 Hallveig Skúladóttir
                                 Elín Sigurbjörnsdóttir
                                 Guðný Rún Sigurðardóttir, varamaður
                                 Ágústa Friðriksdóttir, varamaður           
Auk þeirra Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi, Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafanemi og Sveinborg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs sem ritaði fundargerð. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt. 
Fundur settur af formanni.
_____________________________________________________________ 
Fyrir tekið:
1.   Fjárhagsaðstoð
      Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
2.   Barnavernd
      Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
3.   Upphæðir umönnunargreiðslna
      Félagsmálaráð sér ekki ástæðu til að hækka umönnunargreiðslur að svo stöddu en vísar málinu til   endurskoðunar reglna um umönnunargreiðslur sem fram fer í janúar ár hvert 
4.   Endurhæfingarhúsið HVER sækir um styrki til einstaklinga til að sækja ýmis námskeið
      Félagsmálaráð telur sér ekki fært að verða við erindinu
      Fundi slitið kl. 17:45
 
					
 
  
 



