Fara í efni  

Félagsmálaráð (2002-2008)

745. fundur 19. nóvember 2007 kl. 16:00 - 17:10

745. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,

Stillholti 16-18, mánud. 19. nóv. 2007 og hófst hann kl. 16:00.

______________________________________________________

 

Mættir voru:                   Magnús Þór Hafsteinsson, formaður

                                      Anna Lára Steindal

                                      Hallveig Skúladóttir, varamaður

                                      Guðný Rún Sigurðardóttir, varamaður

                          

Auk þeirra Ingibjörg Gunnarsdóttir, yfirfélagsráðgjafi og Sveinborg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sem ritaði fundargerð. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.

_____________________________________________________________ 

 

Fundur settur af formanni.

Fyrir tekið:

1.   Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

2.   Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

3.   75 ár frá setningu barnaverndarlaga á Íslandi
Barnaverndarstofa í samstarfi við Barnavernd Reykjavíkur býður starfsmönnum og nefndarmönnum barnaverndarnefnda til afmælishátíðar í Hátíðarsal Háskóla Íslands föstudaginn 30. nóvember og kvikmyndasýningu og panelumræður laugardaginn 1. desember.

Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til þess að tveir fulltrúar félagsmálaráðs Akraneskaupstaðar sæki hátíðina.

4.   Félag heyrnarlausra
Borist hefur bréf Félags heyrnarlausra þar sem sveitarfélög eru hvött til að ígrunda hvort þau geti orðið við þeirri ósk félagsmanna að koma á móts við þá til sækja helstu menningar- og skemmtiviðburði sem eru í boði fyrir heyrnarlausa sérstaklega. Með því að sækja þessa viðburði geta heyrnarlausir átt samskipti, styrkt félagslega stöðu sína og komið í veg fyrir félagslega einangrun.
Erindið var lagt fram og sent bæjarráði til upplýsingar.


Fundi slitið kl. 17:10

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00