Fara í efni  

Félagsmálaráð (2002-2008)

734. fundur 02. maí 2007 kl. 16:00 - 17:00

734. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,

Stillholti 16-18, miðvikud. 2. maí 2007 og hófst hann kl. 16:00.


 

Mættir voru:                   Tryggvi Bjarnason, varaformaður

                                      Anna Lára Steindal,

                                      Margrét Þóra Jónsdóttir

                                      Barbara Davis, varamaður
                           

Auk þeirra Ingibjörg Gunnarsdóttir, yfirfélagsráðgjafi og Sveinborg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sem ritaði fundargerð. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.


 

 

Fundur settur af varaformanni.

Fyrir tekið:

1. Fjárhagsaðstoð.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

2. Barnavernd.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

3. Félagsstarf aldraðra og öryrkja.
Félagsmálaráð mælir með því við bæjarráð að félagsstarf aldraðra og öryrkja á vegum félagsmálaráðs starfi óbreytt í sumar eins og verið hefur í vetur eða þrjá eftirmiðdaga í viku.  Jafnframt óskar félagsmálaráð eftir því að við fjárhagsáætlunargerð næsta árs verði gert ráð fyrir heilsárs starfsemi félagsstarfsins.

4. Reglur um sérstakar húsaleigubætur.
Starfshópur hefur skilað tillögum að breyttum reglum um sérstakar húsaleigubætur.  Tillögurnar ganga út á það að auka vægi tekna við útreikning bótanna. Jafnframt var gerð tillaga sem felur í sér að önnur matsviðmið sem varða félagslega stöðu séu í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar. Félagsmálaráð mælir með því við bæjarráð að tillögur starfshópsins verði samþykktar.


Fundi slitið kl. 17:00

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00