Félagsmálaráð (2002-2008)
691. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, þriðjud. 3. maí 2005 og hófst hann kl. 16:00.
Mættir voru:                   Ágústa Friðriksdóttir  
                                      Tryggvi Bjarnason
                                      
                                      Sæmundur Víglundsson
                                     Sigurður Arnar Sigurðsson
                                                                        
Auk þeirra Sólveig Reynisdóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs og Sveinborg Kristjánsdóttir yfirfélagsráðgjafi sem ritaði fundargerð. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Fjárhagsaðstoð.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
2. Barnavernd.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
3. Sumardvalir.
Lagður fram listi yfir þá sem fara í sumardvöl.
4. Landsfundur jafnréttisnefnda.
Ágústa Friðriksdóttir formaður félagsmálaráðs og 
5. Heilsuefling eldri borgara.
Sagt var frá því að þátttaka eldri borgara í stafagöngu er mikil og stór hópur kemur í þreksalinn tvisvar í viku þar sem Ásdís Sigurðardóttir íþróttakennari leiðbeinir.
6. Úrklippusafn Höfða.
Ásmundur Ólafsson afhenti félagsmálaráði 4. hefti af úrklippusafni Höfða, febrúar 2003 til apríl 2005.
Fundi slitið kl. 17:00
 
					
 
  
 



