Fara í efni  

Félagsmálaráð (2002-2008)

626. fundur 22. ágúst 2002 kl. 19:00 - 20:40

626. fundur félagsmálaráðs haldinn á félagsmáladeild
Stillholti 16-18, fimmtud. 22. ágúst 2002 og hófst hann kl.19:00.

Mættir voru: Ágústa Friðriksdóttir
 Margrét Þóra Jónsdóttir
 Tryggvi Bjarnason,
 Sæmundur Víglundsson
 Oddný Valgeirsdóttir.

Auk þeirra félagsmálastjóri, Sólveig Reynisdóttir og Sveinborg Kristjánsdóttir félagasráðgjafi ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritaði Oddný Valgeirsdóttir.

Fundur settur af formanni.

Fyrir tekið:

1. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

2. Liðveisla
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók. Félagsmálastjóra falið að kynna bæjarráði stöðu liðveislumála.

3. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
 4. Húsaleigubætur
Kynnt staðan á húsaleigubótum. Greiddar húsaleigubætur fyrir fyrstu sex mánuði ársins eru kr. 5.975.186,-.

5. Leiguíbúðir Akraneskaupstaðar
Tilkynnt um leigjendaskipti í leiguíbúðum bæjarinns. Talsverður biðlisti er eftir leiguhúsnæði hjá bænum og brýn þörf á fleiri leiguíbúðum.

6. Reglur um viðbótarlán.
Félagsmálastjóra og formanni félagsmálaráðs falið að vinna áfram að endurskoðun á reglum um viðbótarlán.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:40.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00