Fara í efni  

Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. og ehf.

23. fundur 26. maí 2010 kl. 17:15 - 18:30

23. fundur Fasteignafélags Akraneskaupstaðar, haldinn  í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18, miðvikudaginn 26. maí 2010 og hófst hann kl. 17:15

_____________________________________________________________ 

Fundinn sátu:

Þórður Þ. Þórðarson, varaformaður

Sveinn Kristinsson, aðalmaður

Jón Pálmi Pálsson, framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu

Haraldur Friðriksson, varamaður

Fundargerð ritaði:  Jón Pálmi Pálsson, framkvæmdastjóri.

_____________________________________________________________ 

Fyrir tekið:

 

1.

1003189 - Langisandur ehf.- hótelbygging

Bæjarstjórn Akraness samþykkti fyrir sitt leiti á fundi sínum þann 11. maí 2010 samning við Langasand ehf sem undirritaður var 4. maí 2010 um kaup Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf á hluta í byggingu hótels. Bæjarstjórn samþykkti að vísa samningnum til formlegrar merðferðar stjórnar Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf og samþykkti jafnframt breytingu á fjárhagsáætlun félagsins í samræmi við samninginn og vísar fjármögnun hans til næstu endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.
Á fundinn mættu til viðræðna Ragnar M. Ragnarsson og símasamband var á fundinum við Jón Þór Sturluson.

Fulltrúar Langasands ehf kynntu forsögu og aðdraganda byggingar umrædds húss svo og þess samnings sem liggur til umfjöllunar stjórnar Fasteignafélags Akraness slf.  Einnig svöruðu þeir þeim spurningum sem stjórnarmenn settu fram um ýmis málefni sem tengdist samningnum, fjármögnun hótelsins og fleira þessu tengdu.

  

Sveinn þakkar fyrir þær upplýsingar sem fram komu á fundinum þar sem mikilvæg atriði voru upplýst og leggur til að aflað verði upplýsinga um kostnað við tengigjöld sem Akraneskaupstaður þarf að greiða og kostnað við nýja veglagningu sem þarf að koma til vegna hótelbyggingarinnar.  Sveinn leggur til að samþykkt samningsins verði frestað þar til þessar upplýsingar liggja fyrir.

 

Meirihluti stjórnar tekur undir ofangreindar beiðnir um upplýsingar og samþykkir samninginn.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30.

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00