Fara í efni  

Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. og ehf.

21. fundur 06. janúar 2010 kl. 20:00 - 20:30

21. fundur Fasteignafélags Akraneskaupstaðar, haldinn  í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 5. janúar 2010 og hófst hann kl. 20:00

_____________________________________________________________ 

Fundinn sátu:

Sæmundur Víglundsson, formaður

Þórður Þ. Þórðarson, varaformaður

Sveinn Kristinsson, aðalmaður

Jón Pálmi Pálsson, framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu

Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri

Fundargerð ritaði:  Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri

_____________________________________________________________ 

Fyrir tekið:

 

1.

0912091 - Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. og ehf. - fjárhagsáætlun 2010

Framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu gerði grein fyrir fjárhagsáæltun félagsins fyrir árið 2010. Einnig gerði hann grein fyrir bréfi sínu dags. 28.12.2009, þar sem bent er á vöntun fjármuna í fjárhagsáætlun félagsins til reksturs félagsins að fjárhæð 3.450.000.- vegna trygginga, fasteignagjalda, stjórnarlauna og reksturs hússjóðs.

Stjórnin leggur til við bæjarstjórn að aukafjárveiting verði veitt vegna tilgreindra atriða í greinagerð framkvæmdastjóra.

 

2.

0909037 - Fasteignafélag Akraneskaupstaðar - prókúra

Samþykkt bæjarráðs frá 30.12.2009 um að vísa breytingum á samþykktum félagsins til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Lagt fram.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:30

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00