Fara í efni  

Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. og ehf.

20. fundur 15. september 2009 kl. 09:38 - 18:10

20. fundur Fasteignafélags Akraneskaupstaðar, haldinn  í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18,

 þriðjudaginn 15. september 2009 og hófst hann kl. 17:50

 

 

Fundinn sátu:

Sæmundur Víglundsson, formaður

Þórður Þ. Þórðarson, varaformaður

Sveinn Kristinsson, aðalmaður

Jón Pálmi Pálsson, framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu

Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri

  

Fundargerð ritaði:  Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri

  

Fyrir tekið:

 

1.

0909037 - Fasteignafélag Akraneskaupstaðar - prókúra

Lagt er til að framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu, Jón Pálmi Pálsson, fari með prókúru fyrir Fasteignafélagið.

Stjórn Fasteignafélagsins samþykkir tillöguna.

 

2.

0908019 - Íþróttahúsið við Vesturgötu og Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - búnaður.

Stjórnin samþykkir að heimila framkvæmdastjóra að kaupa búnað fyrir íþróttamannvirki kaupstaðarins fyrir allt að kr. 2. milljónir.

 

3.

0909034 - Dalbraut 1, bókasafn - afsal

Fyrir liggur afsal Virkjunar ehf vegna eignarhluta í Dalbraut 1, fastanúmer eignarinnar 229-0055 ásamt hlutdeild í sameign og lóðarréttindum.

Stjórn Fasteignafélagsins samþykkir afsalið fyrir sitt leyti með undirritun afsalsins.

 

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00